Harrý Potter þema

img_2361 img_2338 img_2303Krakkarnir í 3. og 4. bekk eru á fullu að  vinna með Harrý Potter og viskusteininn. Þau eru búin að horfa á myndina og síðan erum við að lesa bókina sem nestissögu. Þau eru að vinna í heimavistarhópum að ýmsum verkefnum, t.d. búa til töfradrykki, skrifa galdraþulur og búa til skjaldamerki fyrir hópinn sinn.

Í gær fengum við góðan gest til okkur, Völu mömmu hans Skúla í 3.bekk. Hún fræddi okkur um kvikmyndatónskáldið John Williams en hann samdi einmitt tónlistina í Harrý Potter og viskusteinninn. Hann hefur samið tónlist í mörgum öðrum kvikmyndum og fengum við að hlusta á nokkur tóndæmi úr þeim myndum. Virkilega áhugaverð og skemmtileg kynning.

Unnið að heilsustefnu Oddeyrarskóla

img_3150 img_3146fullsizerenderÞessa vikuna vinnum við í Oddeyrarskóla hörðum höndum að því að móta okkur heilsustefnu vegna  innleiðingar á heilsueflandi grunnskóla. Helstu aðilar skólasamfélagsins koma að vinnunni,  allur starfsmannahópurinn vann í stefnumótun á starfsmannafundi í gær og nemendur í 7. – 10. bekk verða beðnir um að leggja okkur lið, enda þeirra sýn bráðnauðsynleg í þessa umræðu. Foreldrar mættu í skólann á súpufund í gærkvöld og áttu málefnalegt og gott spjall sem mun sannarlega nýtast í áframhaldandi vinnu við heilsustefnuna.

Í framhaldinu tekur stýrihópur um heilsueflandi grunnskóla við keflinu og setur saman drög að stefnu sem lögð verður fyrir starfsmannafund og skólaráð til samþykktar.

 

Fjölbreytt stærðfræði í Oddeyrarskóla

Vinna með rúmmál á fjölgreindardegi

Vinna með rúmmál á fjölgreindardegi

Nemendur í 9. bekk vinna með ummál hrings.

Nemendur í 9. bekk vinna með ummál hrings.

Talnamynstur í 8. bekk

Talnamynstur í 8. bekk

Nemendur í 10. bekk að gera launaútreikninga í töflureikni

Nemendur í 10. bekk að gera launaútreikninga í töflureikni

 

 

 

 

 

 

 

Undanfarið hafa nemendur á unglingastigi unnið fjölbreytt verkefni í stærðfræði. Verkefnin voru margvísleg og eru gerð til að efla skilning nemenda á stærðfræði, tengja stærðfræðina við umhverfið og skapa fjölbreytni. Á myndunum sjást nemendur í 9. bekk vinna með ummál og flatarmál hringa, nemendur í 10. bekk vinna að fjárhagsáætlun og launaútreikninga í töflureikni og nemendur í 8. bekk í teningaspili sem reyndi á jákvæðar, neikvæðar tölur og röð aðgerða. Auk þess unnu nemendur á fjölgreindardegi verkefni sem reyndu á rúmmál og þrívídd.

Krakkakosningar 2016 í Oddeyrarskóla

Í dag voru haldnar Krakkakosningar í Oddeyrarskóla, hjá mið- og unglingastigi. Nemendur höfðu fengið kynningu frá öllum flokkum sem eru í framboði til Alþingiskosninga. http://krakkaruv.is/krakkakosningar

Nemendur voru áhugasamir og fannst mjög spennandi að taka þátt í þessum kosningum. Útbúinn var kjörstaður og settir upp kjörklefar. Nemendur fóru í sína kjördeild, gáfu upp fullt nafn og heimilisfang og fengu afhenda kjörseðla. Nemendur í 10. bekk sáu um að manna kjörstað og fengu m.a. þau hlutverk að taka á móti nemendum, vísa til sætis og bjóða nemendur velkomna. Nemendur í 10. bekk hafa í þjóðfélagsfræði unnið stórt verkefni um stjórnmál og tengist vinna þeirra m.a. kosningunum í dag.

Þetta gekk mjög vel og voru nemendur mjög ánægðir í lok kosninganna. Niðurstöður verða sendar inn á krakkarúv og úrslit allra krakkakosninga tilkynnt í sjónvarpinu á kosningadag.

Hér má sjá stutt myndbrot frá kosningunum.

https://drive.google.com/open?id=1DNPFVGg4raIlx_ydPkMrnwbj2KSFoUAW-Q

Nemendur kjósa í kjördeild 9 og 10.

Nemendur kjósa í kjördeild 9 og 10.

Kosið í kjördeild 7 og 8.

Kosið í kjördeild 7 og 8.

Yfirkjörstjórn í Oddeyrarskóla vegna krakkkosninga RÚV 2016

Yfirkjörstjórn í Oddeyrarskóla vegna krakkkosninga RÚV 2016

 

Hjólareglur Oddeyrarskóla

Börn yngri en 7 ára mega alls ekki vera úti í almennri umferð á reiðhjóli nema þau séu undir leiðsögn og eftirliti 15 ára eða eldri.riding-clipart-kids-riding-bikes-clipart-25232

  1. Nemendur mega koma á hjóli í skólann frá sjö ára aldri samkvæmt landslögum.
  2. Nemandi sem kemur á hjóli í skólann gerir það á ábyrgð foreldra / forráðamanna sem skulu meta færni og getu barnsins sem og aðstæður til að hjóla í skólann.
  3. Nota skal viðeigandi öryggisbúnað.
  4. Ekki má nota reiðhjól eða hlaupahjól í frímínútum eða meðan á skólastarfi stendur. Þegar komið er á hjóli í skólann á að geyma það læst á skólalóðinni í eða við hjólagrindur.
  5. Skólinn ber enga ábyrgð á hjólum. Þjófnað eða skemmdarverk má tilkynna til lögreglu.

Nýsköpun í 10. bekk

kynning-nyskodun-10-bekkur-okt-010

Nemendur í 10. bekk hafa undanfarið unnið í náttúrufræði að nýsköpun. Nemendur unnu í hópum við að finna hugmyndir sem uppfylltu einhverja þörf í lífi þeirra á einhvern hátt. Þeir skiluðu af sér líkani og kynntu það. Á mánudaginn var foreldrum og nemendum á mið- og unglingastigi boðið á kynningu þar sem hóparnir sýndu sitt framlag. Nýsköpunin var fjölbreytt s.s. glær brauðrist, vélmenni sem sér um heimilisstörf, svifbretti og orkudrykkur. Verkefnin voru fjölbreytt og skemmtileg. Á myndunum má sjá nemendur kynna sínar hugmyndir.
kynning-nyskodun-10-bekkur-okt-017kynning-nyskodun-10-bekkur-okt-009
kynning-nyskodun-10-bekkur-okt-004

Félagsmiðstöðin Stjörnuríki – forvarnarfræðsla

katr-nÁ Akureyri eru starfræktar fimm félagsmiðstöðvar sem allir grunnskólar sveitarfélagsins hafa aðgang að. Allt starfsfólk Félak vinnur að sameiginlegum markmiðum og þjónustar aldurshópinn 10 – 16 ára.

Katrín Ósk Ómarsdóttir er okkar helsti tengiliður, en hún er umsjónarmaður félagsmiðstöðvarinnar Stjörnuríkis, en svo kallast félagsmiðstöðin okkar í Oddeyrarskóla. Umsjónarmenn félagsmiðstöðvanna starfa sem forvarna- og félagsmálaráðgjafar hjá Akureyrarbæ og sjá því einnig um aðgerðaráætlun forvarna fyrir 0 – 25 ára samhliða starfinu í félagsmiðstöðvunum.

Börn og unglingar í bænum geta sótt þá félagsmiðstöð sem þau kjósa óháð sínum heimaskóla. Opið er fjögur kvöld í viku í mismunandi félagsmiðstöðvum fyrir unglinga og einnig eru reglulegir viðburðir um helgar. Að auki er fjölbreytt klúbbastarf fyrir alla aldurshópa sem dreifist á alla virka daga. Í öllum grunnskólum er kennd valgrein, félagsmálafræði, fyrir nemendur í 9. og 10. bekk. Meðal verkefna valsins eru kompás mannréttindafræðsla, umræður, hópefli, sjálfsstyrking, skipulagning félagsmiðstöðvar viðkomandi skóla og viðburðarstjórnun.

Katrín og Arnór Heiðmann eru með opið hús á mánudögum fyrir nemendur í 8.-10. bekk, einnig er klúbbakvöld á miðvikudagskvöldum fyrir sama aldur en Arnór og Arna halda utan um það starf. Miðstigsopnun (5.-7. bekkur) er að loknum skóla á þriðjudögum og er hún í umsjón Katrínar ásamt nemendum í valgreininni.

Hér vinstra megin á heimasíðu skólans má sjá tengil þar sem dagskrá ársins er vel útlistuð. Við hvetjum nemendur og foreldra að kynna sér dagskrána vandlega og nýta þá afþreyingu og þjónustu sem í boði er.

Í öllu starfi Félak eru forvarnir hinn rauði þráður starfsins sama hvort það er í leikjaformi eða beinni fræðslu. Forvarnarstarf hefur löngum sannað gildi sitt í að draga úr áhættuhegðun og annars konar óæskilegum áhrifum á lýðheilsu barna og unglinga.

Umsjónarmenn félagsmiðstöðvanna eru jafnframt umsjónarmenn forvarna. Það fyrirkomulag eykur samstarf Félak við skólanna og auðveldar á margan hátt skipulag og annað samstarf. Starfsmenn hafa unnið forvarnardagatal með yfirliti yfir þá fræðslu sem fram fer í skólanum á skólaárinu. Meðal þeirrar fræðslu sem nemendur skólans munu njóta, eftir því í hvaða bekk þeir eru, er um jafnrétti og hamingju, fræðsla um netnotkun, fræðsla um fjármálavit, erindi frá Grófinni – geðverndarsamtökum, vímuefnafræðsla og hinsegin fræðsla. Eins og síðustu ár ætlar Sigga Dögg að fræða nemendur 8. bekkjar um kynlíf og 7. bekkur fær fræðslu um netið og samskipti. Of langt mál er að segja frá öllu sem framundan er, en inn á heimasíðu Rósenborgar, www.rosenborg.is er hægt að skoða velferðaráætlun sem gildir frá 2015-2017.

Viðburðaríkur dagur! Fjölgreindardagur og rýmingaræfing á alþjóðlegum degi kennara

img_2336

Marta eldvarnarfulltrúi og Jói húsvörður bera saman bækur sínar að rýmingu lokinni.

img_2414

Nemendur unnu fjölbreytt verkefni. Í myndlistarstofunni voru tré máluð á frumlegan og skrautlegan hátt.

Dagurinn í dag var einn af þessum dásamlegu dögum í skólastarfinu!

Hinn árlegi fjölgreindadagur var í dag og unnu allir nemendur skólans á aldursblönduðum stöðvum um allan skóla, 18 mínútur á hverri stöð. Við leitumst við að vera með fjölbreyttar stöðvar sem þjálfa nemendur á sviðum ólíkra greinda Gardners.

Meðal viðfangsefna dagsins voru trjámálun, ýmsar íþróttaþrautir, rúmfræðiþrautir, að þekkja fuglahljóð, spurningakeppni í Kahoot og að þrykkja á og sauma fjölnota innkaupapoka. Elstu nemendur skólans eru hópstjórar og bera ábyrgð á hópnum sínum allan daginn. Vinapör eru saman svo yngri nemendur njóta góðs liðsinnis vina í eldri árgöngum skólans.

Öllum að óvörum (nema Mörtu eldvarnarfulltrúa) fór eldvarnarkerfið af stað í miðjum klíðum. Rýma þurfti skólann skv. rýmingaráætlun. Nú reyndi á, því aðstæður voru heldur óvenjulegar. En æfingin gekk ljómandi vel og voru allir nemendur komnir á sinn stað á grasvellinum á tveimur mínútum. Stefnt er að næstu æfingu í vor.

Fleiri myndir eru væntanlegar á myndasíðu.

Fjölgreindadagur á morgun miðvikudag 4. október

Á morgun verður fjölgreindadagur þar sem nemendur vinna saman í aldursblönduðum hópum í margvíslegum verkefnum. Allir fá að prófa allt sem er í boði og spreyta sig á ólíkum hlutum í anda fjölgreindakenninga. Dagurinn er styttri en venjulega og allir búnir í skólanum um kl. hálfeitt. Nemendur sem eru í frístund fara þangað snemma fyrir vikið. Frjálslegt nesti er í boði þennan dag t.d. safi og kleina eða eitthvað slíkt 🙂 Image result for gardner multiple intelligence

Endurtökum rýmingu vegna elds í vikunni

rymingNýlega æfðum við að rýma skólann en í komandi viku verður haldin önnur rýmingaræfing í skólanum þar sem við höfum verið að fínpússa rýmingaráætlun skólans í kjölfar fyrri æfingar. Því biðjum við nemendur um að vera með auka sokka í töskunni þessa viku, því þegar rýming er æfð er ekki gert ráð fyrir að
nemendur hafi tíma til að klæða sig í skó.