Harrý Potter þema

img_2361 img_2338 img_2303Krakkarnir í 3. og 4. bekk eru á fullu að  vinna með Harrý Potter og viskusteininn. Þau eru búin að horfa á myndina og síðan erum við að lesa bókina sem nestissögu. Þau eru að vinna í heimavistarhópum að ýmsum verkefnum, t.d. búa til töfradrykki, skrifa galdraþulur og búa til skjaldamerki fyrir hópinn sinn.

Í gær fengum við góðan gest til okkur, Völu mömmu hans Skúla í 3.bekk. Hún fræddi okkur um kvikmyndatónskáldið John Williams en hann samdi einmitt tónlistina í Harrý Potter og viskusteinninn. Hann hefur samið tónlist í mörgum öðrum kvikmyndum og fengum við að hlusta á nokkur tóndæmi úr þeim myndum. Virkilega áhugaverð og skemmtileg kynning.

Síðast uppfært 04.11 2016