Endurtökum rýmingu vegna elds í vikunni

rymingNýlega æfðum við að rýma skólann en í komandi viku verður haldin önnur rýmingaræfing í skólanum þar sem við höfum verið að fínpússa rýmingaráætlun skólans í kjölfar fyrri æfingar. Því biðjum við nemendur um að vera með auka sokka í töskunni þessa viku, því þegar rýming er æfð er ekki gert ráð fyrir að
nemendur hafi tíma til að klæða sig í skó.

Síðast uppfært 01.10 2016