Nemendur og starfsmenn Oddeyrarskóla taka þátt í verkefninu Göngum í skólann

Nemendur í 8. – 10. bekk hafa verið duglegir að taka þátt í verkefni Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands, Göngum í skólann. Þegar nemendur koma í skólann hafa þeir sett miða við inngang í stofur sem táknar hvernig þeir komu í skólann. Grænn miði merkir að nemandinn kom gangandi eða á hjóli og appelsínugulur miði merkir að nemandinn fékk far í skólann. Grænu miðarnir hafa verið mun fleiri en appelsínugulu miðarnir og er nokkur samkeppni milli bekkja að hafa sem flesta græna miða.

img_1530 img_1529 img_1528

Menntabúðir #Eymenntar haldnar í Oddeyrarskóla í dag

img_2135 img_2136Síðastliðinn vetur tóku nokkrir skólar á Eyjafjarðarsvæðinu sig saman og sóttu um þróunarstyrk til Sprotasjóðs til að halda menntabúðir í upplýsingatækni til að kennarar fái tækifæri til að efla sig á þessu sviði kennslunnar. Átta menntabúðir voru haldnar undir formerki #Eymenntar síðasta vetur og gengu þær út að kennarar miðluðu milli sín hugmyndum og reynslu í upplýsingatækni. Oddeyrarskóli bættist í hóp umsækjenda á þessu ári og fékkst styrkur til að halda sex menntabúðir þennan veturinn undir formerkjum #Eymenntar.

Fyrstu menntabúðir vetrarins voru haldnar í Oddeyrarskóla í dag og voru þær undirbúnar af kennurum úr Oddeyrarskóla og Brekkuskóla. Kennarar höfðu tækifæri til að kynna sér og ræða saman um Google Classroom, Moodle í stærðfræðikennslu, EdPuzzle, kóðun, myndbandagerð í Imovie, gagnaukinn veruleika í námi, Quislet og skipulagsforritið Symphonical.

Þátttaka kennara var mjög góð, en líklegt þykir að þátttakendur hafi verið liðlega 80 talsins. Við þökkum þessum kennurum innilega fyrir komuna og hlökkum til næstu menntabúða #Eymenntar.

Nýjar Chromebook vélar vígðar

fullsizerenderÍ dag, á meðan 7. bekkurinn lagði undir sig tölvuverið til að taka fyrstu rafrænu samræmdu könnunarprófin, fengu krakkarnir úr 3. og 4. bekk sem eru í upplýsingatæknismiðju hjá Svölu tækifæri til að vígja glænýjar og stórgóðar Chromebook fartölvur skólans.

Krakkarnir, sem hafa verið í þessari smiðju 3x í viku frá upphafi skólaársins, hafa verið að læra ýmislegt sem tengist upplýsingamennt og sýndu þeir skólastjóra í dag færni sína í forritun og gerð kynninga þar sem þeir notuðust við skyggnur á Google classroom og Prezi kynningar. Nemendur eru virkilega móttækilegir í tæknimálum og verður gaman að fylgjast með námi þeirra í framtíðinni.

Nýverið voru keyptar 16 öflugar Chromebook vélar í Oddeyrarskóla og eru þær ætlaðar nemendum. Fartölvuvagn er væntanlegur í byrjun október, en hann auvigsla2ðveldar alla umgengni um vélarnar. Við hlökkum virkilega til að koma þessum vélum í mikla notkun hjá öllum nemendum Oddeyrarskóla.

Rafræn samræmd próf

538379762_295x166Á morgun, fimmtudag, taka nemendur í 7. bekk samræmd próf í íslensku. Á föstudag þreytar þeir síðan próf í stærðfræði. Sú nýbreytni er að þessu sinni að prófin eru tekin á tölvur og hafa þau verið stytt verulega frá því sem áður var. Tölvuver skólans er tilbúið fyrir próftökuna og starfsmenn klárir í slaginn.

 

Á fimmtudag og föstudag í næstu viku þreyta nemendur í 4. bekk samræmd könnunarpróf í íslensku og stærðfræði.

Oddeyrarskóli þátttakandi í Göngum í skólann

img_1976Starfsfólk og nemendur Oddeyrarskóla eru þátttakendur í verkefninu Göngum í skólann, sem er hreyfihvatning á vegum Íþrótta- og ólympíusambands Íslands í samstarfi við Samgöngustofu, Embætti landlæknis, Ríkislögreglustjóra, Mennta- og menningarmálaráðuneytið, Heimili og skóla og Slysavarnarfélagið Landsbjörgu.

Kennarar mismunandi hátt á formi skráningar, en nemendur gera grein fyrir því að morgni dags hvernig þeir komu í skólann. Þetta er ekki keppni, heldur hvatningarátak til að vekja athygli á því að dagleg og regluleg hreyfing skipti máli. Myndin hér til vinstri sýnir tré sem er á kaffistofu starfsmanna. Því grænna sem tréð er, því duglegri eru starfsmenn að ganga eða hjóla í vinnunna. Að sama skapi er haustlegt tré merki um að heldur margir hafi komið akandi í vinnunna. Á hverjum degi setja starfsmann laufblað á tréð og velja lit eftir ferðamáta. Hafi þeir komið gangandi eða hjólandi setja þeir grænt lauf, en hafi þeir komið akandi setja þeir appelsínugult lauf.

Á vefsíðu verkefnisins er bent á að einfaldasta leiðin til að auka hreyfingu í daglegu lífi er að velja virkan ferðamáta, svo sem göngu, hjólreiðar, hlaup, línuskauta og hjólabretti. Ávinningurinn sé ekki aðeins bundinn við andlega og líkamlega vellíðan heldur er þetta einnig umhverfisvæn og hagkvæm leið til að komast á milli staða.

Við biðjum foreldra að taka þátt í þessari vakningu með okkur, þ.e. með því að hvetja börnin til að koma gangandi eða hjólandi í skólann í stað þess að aka þeim. Þeir sem búa fjarri skóla og eru því keyrðir geta kannski fengið akstur inn í hverfið en gengið svo spottakorn og viðrað sig í upphafi dags 🙂

Rýmingaræfing – auka sokkar – starfsdagur á föstudag

rymingÍ vikunni höldum við rýmingaræfingu í Oddeyrarskóla skv. rýmingaráætlun. Gott væri ef nemendur væru með auka sokka í töskunni miðvikudag og fimmtudag, því við æfum við sem raunverulegastar aðstæður og nemendur fara því út á sokkunum. Þeir sem vilja kynna sér rýmingaráætlun skólans geta fundið hana aftast í starfsáætlun skólans.

Athugið að á föstudag eru nemendur í leyfi vegna starfsdags starfsmanna grunnskólanna á Akureyri.

Rafræn samræmd próf – æfingapróf á vef mms

menntamalastofnun-logoNú styttist í nemendur 4. og 7. bekkjar þreyti samræmd könnunarpróf.

Prófin eru nú rafræn í fyrsta sinn og því reynir á nýja þætti hjá nemendum við próftökuna. Mikilvægt er að þeir hafi fengið tækifæri til að sjá umhverfið og kynna sér hvernig nýta megi hjálpargögn í prófinu, s.s. vasareikni, reglustiku og gráðuboga sem sett eru inn á vefsvæðið.

Gefin hafa verið út æfingapróf sem foreldrar geta skoðað heima með börnum sínum. Prófin eru hugsuð fyrir foreldra til að skoða og prófa kerfið sem börnin munu þreyta prófin á.

Farið er inn á prófin á síðu Menntamálastofnunar.

GÖNGUM Í SKÓLANN

Oddeyrarskóli  hefur ákveðið að taka þátt í Göngum í skólann, verkefnis á vegum Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands, Embættis landlæknis, Mennta- og menningarmálaráðuneytisins, Ríkislögreglgongumiskolann (2)ustjóra, Samgöngustofu, Slysavarnarfélagsins Landsbjargar og Heimilis og skóla. Göngum í skólann verður sett miðvikudaginn 7. september og lýkur formlega með alþjóðlega Göngum í skólann deginum miðvikudaginn 5. október.

Þetta er í tíunda sinn sem verkefnið er haldið hér á landi og hefur þátttaka aukist jafnt og þétt. Megin markmið verkefnisins eru að hvetja börn til að tileinka sér virkan ferðamáta í og úr skóla og auka færni þeirra til að ferðast á öruggan hátt í umferðinni. Fræða þau um ávinning reglulegrar hreyfingar, að draga úr umferðarþunga, mengun og hraðakstri nálægt skólum. Auk þess er reynt að stuðla að vitundarvakningu fyrir virkum ferðamáta og umhverfismálum og það hversu “gönguvænt” umhverfið er. Á síðasta ári tóku milljónir barna frá 40 löndum víðs vegar um heiminn þátt í Göngum í skólann með einum eða öðrum hætti. Nánari upplýsingar um verkefnið er að finna á vef þess www.gongumiskolann.is

Þátttaka okkar núna er frumraun okkar í þessu verkefni og finnst okkur mikilvægt að allir séu upplýstir. Undirbúningur er vel á veg kominn og eru allir mjög jákvæðir og áhugasamir að taka þátt og standa sig fyrir hönd Oddeyrarskóla.

Göngum í skólann í okkar skóla

Skólinn hefur nú þegar verið skráður til leiks og við hvetjum alla til þess að taka þátt. Hugmyndin er að vera með ýmsar uppákomur þann mánuð sem Göngum í skólann stendur yfir, einnig hvetjum við ykkur kæru foreldrar/forráðamenn til þess að nýta ykkur verkefnið og þá umræðu sem skapast þennan mánuðinn til þess að ræða þessi mál við börnin ykkar og fara öruggustu leiðina í skólann með yngstu börnunum.

Vonandi gengur þetta vel hjá okkur. Verum endilega opin fyrir þessu og jákvæð og nýtum haustið til að vekja athygli á hreyfingu og öryggi barnanna okkar á leiðinni í skólann.

Gangi ykkur vel,

allra bestu kveðjur Heilsueflingarnefnd Oddeyrarskóla

 

Endurgjaldslaus áskrift fyrir nemendur að ordabok.is

English-English_and_English-Persian_dictionariesÖllum nemendum landsins upp að tvítugu gefst nú kostur á að stofna fría og endurgjaldslausa áskrift að ordabok.is.

Áskriftin gefur ótakmarkaðan aðgang að öllu vefsvæðinu og öllum orðabókunum, þ.e. ensk-íslenskri, íslensk-enskri, dansk-íslenskri, íslensk-danskri og stafsetningarorðabók. Auðvelt er að glósa með orðabókinni og er hægt að nota hana á öllum tækjum, svo sem tölvum, spjaldtölvum og símum.

Nemendur fara á slóðina http://www.ordabok.is og velja Fríáskrift.

Aðeins þarf að skrá lágmarksupplýsingar og tekur um eina mínútu að fá áskrift.

Við hvetjum alla nemendur Oddeyrarskóla til að nýta sér þennan kost!