GÖNGUM Í SKÓLANN

Oddeyrarskóli  hefur ákveðið að taka þátt í Göngum í skólann, verkefnis á vegum Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands, Embættis landlæknis, Mennta- og menningarmálaráðuneytisins, Ríkislögreglgongumiskolann (2)ustjóra, Samgöngustofu, Slysavarnarfélagsins Landsbjargar og Heimilis og skóla. Göngum í skólann verður sett miðvikudaginn 7. september og lýkur formlega með alþjóðlega Göngum í skólann deginum miðvikudaginn 5. október.

Þetta er í tíunda sinn sem verkefnið er haldið hér á landi og hefur þátttaka aukist jafnt og þétt. Megin markmið verkefnisins eru að hvetja börn til að tileinka sér virkan ferðamáta í og úr skóla og auka færni þeirra til að ferðast á öruggan hátt í umferðinni. Fræða þau um ávinning reglulegrar hreyfingar, að draga úr umferðarþunga, mengun og hraðakstri nálægt skólum. Auk þess er reynt að stuðla að vitundarvakningu fyrir virkum ferðamáta og umhverfismálum og það hversu “gönguvænt” umhverfið er. Á síðasta ári tóku milljónir barna frá 40 löndum víðs vegar um heiminn þátt í Göngum í skólann með einum eða öðrum hætti. Nánari upplýsingar um verkefnið er að finna á vef þess www.gongumiskolann.is

Þátttaka okkar núna er frumraun okkar í þessu verkefni og finnst okkur mikilvægt að allir séu upplýstir. Undirbúningur er vel á veg kominn og eru allir mjög jákvæðir og áhugasamir að taka þátt og standa sig fyrir hönd Oddeyrarskóla.

Göngum í skólann í okkar skóla

Skólinn hefur nú þegar verið skráður til leiks og við hvetjum alla til þess að taka þátt. Hugmyndin er að vera með ýmsar uppákomur þann mánuð sem Göngum í skólann stendur yfir, einnig hvetjum við ykkur kæru foreldrar/forráðamenn til þess að nýta ykkur verkefnið og þá umræðu sem skapast þennan mánuðinn til þess að ræða þessi mál við börnin ykkar og fara öruggustu leiðina í skólann með yngstu börnunum.

Vonandi gengur þetta vel hjá okkur. Verum endilega opin fyrir þessu og jákvæð og nýtum haustið til að vekja athygli á hreyfingu og öryggi barnanna okkar á leiðinni í skólann.

Gangi ykkur vel,

allra bestu kveðjur Heilsueflingarnefnd Oddeyrarskóla

 

Síðast uppfært 06.09 2016