Menntabúðir #Eymenntar haldnar í Oddeyrarskóla í dag

img_2135 img_2136Síðastliðinn vetur tóku nokkrir skólar á Eyjafjarðarsvæðinu sig saman og sóttu um þróunarstyrk til Sprotasjóðs til að halda menntabúðir í upplýsingatækni til að kennarar fái tækifæri til að efla sig á þessu sviði kennslunnar. Átta menntabúðir voru haldnar undir formerki #Eymenntar síðasta vetur og gengu þær út að kennarar miðluðu milli sín hugmyndum og reynslu í upplýsingatækni. Oddeyrarskóli bættist í hóp umsækjenda á þessu ári og fékkst styrkur til að halda sex menntabúðir þennan veturinn undir formerkjum #Eymenntar.

Fyrstu menntabúðir vetrarins voru haldnar í Oddeyrarskóla í dag og voru þær undirbúnar af kennurum úr Oddeyrarskóla og Brekkuskóla. Kennarar höfðu tækifæri til að kynna sér og ræða saman um Google Classroom, Moodle í stærðfræðikennslu, EdPuzzle, kóðun, myndbandagerð í Imovie, gagnaukinn veruleika í námi, Quislet og skipulagsforritið Symphonical.

Þátttaka kennara var mjög góð, en líklegt þykir að þátttakendur hafi verið liðlega 80 talsins. Við þökkum þessum kennurum innilega fyrir komuna og hlökkum til næstu menntabúða #Eymenntar.

Síðast uppfært 27.09 2016