Oddeyrarskóli þátttakandi í Göngum í skólann

img_1976Starfsfólk og nemendur Oddeyrarskóla eru þátttakendur í verkefninu Göngum í skólann, sem er hreyfihvatning á vegum Íþrótta- og ólympíusambands Íslands í samstarfi við Samgöngustofu, Embætti landlæknis, Ríkislögreglustjóra, Mennta- og menningarmálaráðuneytið, Heimili og skóla og Slysavarnarfélagið Landsbjörgu.

Kennarar mismunandi hátt á formi skráningar, en nemendur gera grein fyrir því að morgni dags hvernig þeir komu í skólann. Þetta er ekki keppni, heldur hvatningarátak til að vekja athygli á því að dagleg og regluleg hreyfing skipti máli. Myndin hér til vinstri sýnir tré sem er á kaffistofu starfsmanna. Því grænna sem tréð er, því duglegri eru starfsmenn að ganga eða hjóla í vinnunna. Að sama skapi er haustlegt tré merki um að heldur margir hafi komið akandi í vinnunna. Á hverjum degi setja starfsmann laufblað á tréð og velja lit eftir ferðamáta. Hafi þeir komið gangandi eða hjólandi setja þeir grænt lauf, en hafi þeir komið akandi setja þeir appelsínugult lauf.

Á vefsíðu verkefnisins er bent á að einfaldasta leiðin til að auka hreyfingu í daglegu lífi er að velja virkan ferðamáta, svo sem göngu, hjólreiðar, hlaup, línuskauta og hjólabretti. Ávinningurinn sé ekki aðeins bundinn við andlega og líkamlega vellíðan heldur er þetta einnig umhverfisvæn og hagkvæm leið til að komast á milli staða.

Við biðjum foreldra að taka þátt í þessari vakningu með okkur, þ.e. með því að hvetja börnin til að koma gangandi eða hjólandi í skólann í stað þess að aka þeim. Þeir sem búa fjarri skóla og eru því keyrðir geta kannski fengið akstur inn í hverfið en gengið svo spottakorn og viðrað sig í upphafi dags 🙂

Síðast uppfært 17.09 2016