Rýmingaræfing – auka sokkar – starfsdagur á föstudag

rymingÍ vikunni höldum við rýmingaræfingu í Oddeyrarskóla skv. rýmingaráætlun. Gott væri ef nemendur væru með auka sokka í töskunni miðvikudag og fimmtudag, því við æfum við sem raunverulegastar aðstæður og nemendur fara því út á sokkunum. Þeir sem vilja kynna sér rýmingaráætlun skólans geta fundið hana aftast í starfsáætlun skólans.

Athugið að á föstudag eru nemendur í leyfi vegna starfsdags starfsmanna grunnskólanna á Akureyri.

Síðast uppfært 14.09 2016