Skólasetning og ferð á Reyki

Í dag var Oddeyrarskóli settur í 59. sinn. Nemendur mættu á sal og hlýddu á orð skólastjóra og síðar var farið í kennslustofur þar sem nemendur hittu kennara sína. Skólastarfið hefst svo skv. stundReykjafararaskrá á morgun. Nemendur 1. bekkjar eru í viðtölum í dag og á morgun (þriðjudag) en þau koma síðan fyrsta skóladaginn sinn á miðvikudag. Við hlökkum til að sjá nýju nemendur okkar og bjóðum þau innilega velkomin í skólann.

Nemendur 7. bekkjar voru þó fjarverandi, þar sem þeir byrjuðu skólaárið á því að fara í skólabúðirnar að Reykjum í Hrútafirði. Eins og sjá má á meðfylgjandi mynd voru krakkarnir hressir og tilbúnir í slaginn!

Skólasetning verður í Oddeyrarskóla mánudaginn 22. ágúst 2016

Nemendur 2. – 4. bekkjar mæta á sal skólans kl. 9:00 og nemendur 5.-10. bekkjar mæta kl. 10.00. Skólastjóri setur skólann á sal og síðan fara nemendur með umsjónarkennurum sínum í kennslustofurnar. Börn sem eru að hefja nám í 1. bekk mæta í viðtöl með foreldrum til umsjónarkennara dagana 22. og 23. ágúst. Sendur verður tölvupóstur með viðtalstímum.

Þeir sem eru að byrja í 1. bekk eru að sjálfsögðu einnig velkomnir á skólasetninguna kl. 9 þann 22. ágúst.

Skólastarf í 2. – 10. bekk hefst síðan samkvæmt stundaskrá þrðjudaginn 23. ágúst 2015. 

Oddeyrarskóli hlýtur veglegan styrk frá Forriturum framtíðarinnar

Fimmtudaginn 30. júní barst skólanum svohljóðandi póstur frá Forriturum framtíðarinnar:Forritarar framtíðarinnar - logo

„Það gleður mig að tilkynna ykkur að Oddeyrarskóli hefur hlotið styrk úr sjóðnum Forritarar framtíðarinnar. Styrkurinn felst í framhaldsþjálfun á kennurum í forritun á vegum Skema að verðmæti 330.000 kr.  auk þess sem skólinn fær afhentar 20 tölvur frá sjóðnum.“

Metnaðarfullir kennarar skólans hafa unnið ötullega að því að auka veg náms nemenda í upplýsingatækni og ljóst er að þetta ávöxtur þessa framsækna starfs. Skólinn hlaut á síðasta ári styrk til endurmenntunar kennara hjá Skema og hafa kennarar í kjölfar þess náms verið mjög áhugasamir og drífandi að gefa nemendum kost á að stunda nám í forritun. Þetta eru því dásamleg gleðitíðindi þar sem kennarar hafa sýnt því mikinn áhuga að halda áfram að leggja rækt við nám í forritun í skólanum og aðgangur nemenda að tölvubúnaði hefur verið af heldur skornum skammti til að koma því við með góðu móti.

Þessi styrkur veitir okkur enn meiri innblástur og munum við af metnaði gera nám í forritun og annari upplýsingatækni meira undir höfði.

Við þökkum Forriturum framtíðarinnar innilega fyrir þennan veglega styrk!

Hér má sjá frétt á heimasíðu Forritara framtíðarinnar um styrkinn.

Vorskýrsla skólaársins 2015-2016

logo -stafalaustNú þegar skólaárið 2015-2016 er liðið hafa stjórnendur og innra mats teymi tekið saman skýrslu sem felur í sér lýsingu og mat á skólaárinu.

Skýrslunni er ætlað að gefa yfirlit yfir helstu þætti skólastarfs skólaársins, en hún byggir á ígrundun og mati margra aðila innan skólans. Við mat á skólastarfinu er stuðst við ýmsar niðurstöður kannana, s.s. niðurstöður foreldra- og nemendakannana Skólapúlsins, svo og starfsmannakönnunar Skólapúlsins sem lögð er fyrir ár hvert. Einnig byggir matið á SVOT greiningum sem eru lagðar reglulega fyrir starfsmannahópinn, netkönnunum og skólaþingi nemenda. Ekki er gerð grein fyrir öllum þáttum skólastarfsins hvert ár en fjallað er um helstu áhersluþætti. Unnin hefur verið umbótaáætlun út frá niðurstöðum þessarar vorskýrslu. Hún verður borin undir fyrsta kennarafund í ágúst til umræðu og samþykktar og en verður síðan birt á heimasíðu skólans. Vorskýrsluna er að finna undir flipanum starfshættir.

Jafnframt hefur Helga Hauksdóttir kennsluráðgjafi vegna íslensku sem annars máls hjá Skóladeild Akureyrar tekið saman skýrslu um verkefni sín og hvetjum við alla til að lesa hana. Hana má finna hér.

Að lokum óskum við öllum alls hins besta í sumarfríinu. Stjórnendur og húsvörður koma aftur til starfa eftir sumarleyfi mánudaginn 8. ágúst og hægt og bítandi fjölgar í húsinu þar til skólasetning verður mánudaginn 22. ágúst.

Lestrarhvatning skilar árangri

læsi er lykillinn-logoEins og flestir hafa orðið varir við hafa nemendur Oddeyrarskóla unnið hörðum höndum að því í vetur að ná árangri í öllu námi sínu.

Vel hefur verið fylgst með og nemendur hvattir áfram í lestrinum og margar vinnustundir farið í að auka færni í lestri. Margir nemendur hófu veturinn með góða lestrarfærni og unnu þá að því að bæta enn frekar framsögn og lesskilning. Aðrir unnu að því að auka leshraða og bæta lesfimi og er skemmst frá því að segja að allir sýndu þeir góðar framfarir og eru dæmi um að leshraði hafi tvöfaldast á einum vetri. Við erum óskaplega stolt af öllum þessum krökkum, við vitum að mikil vinna og einbeiting skilar þessum árangri og ekki síður hvatning frá foreldrum og starfsmönnum.

Við hvetjum alla nemendur til að vera duglegir að viðhalda lestrarfærni sinni í sumarfríinu. Gott að heimsækja bókasafnið reglulega og njóta góðra sumarstunda við lestur.

Krakkakosningar á miðstigi

20160602_092002 20160602_100336 20160602_100248 20160602_095430 20160602_095221 20160602_095041 20160602_095032 20160602_095029 20160602_092149 20160602_092024 20160602_092019 20160602_092012Börn eiga rétt á því að láta í ljós skoðanir sínar og hafa áhrif á samfélagið, en það kemur meðal annars fram í samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins, sbr. lög nr. 19/2013. Hinn 25. júní 2016 verða haldnar forsetakosningar á Íslandi og eru níu aðilar í framboði.

Því standa KrakkaRÚV og umboðsmaður barna fyrir forsetakosningum barna í samstarfi við grunnskóla landsins og gefa þeim þannig tækifæri til að láta skoðanir sínar í ljós á forsetaframbjóðendum. Allir frambjóðendum skiluðu inn stuttu myndbandi til KrakkaRÚV til að kynna sig og svöruðu spurningum frá Ráðgjafarhóp umboðsmanns barna. Þessi myndbönd voru sýnd á miðstigi skólans ásamt kynningu á forsetaembættinu og í framhaldinu fengu börn að kjósa sinn frambjóðanda. Á degi barnsins var opnaður sérstakur kosningavefur á KrakkaRÚV, þar sem hægt er að skoða myndböndin. Um leið fara fram kosningar og standa þær yfir í tvær vikur. Niðurstöður þessara kosninga verða kynntar í kosningasjónvarpi RÚV á kosninganótt.

Við vonumst eftir því að sem flestir grunnskólar taki þátt í þessu verkefni þannig að sem flestir krakkar fái tækifæri til að láta skoðun sína í ljós.

Hér má sjá myndbönd frambjóðenda á KrakkaRÚV.

Nemendur á miðstigi fengu fræðslu um kosningar og horfðu á myndbönd frá öllum forsetaframbjóðendum. Eftir kynninguna fengu nemendur að kjósa. Við settum upp kjörstað. Skipt var upp í 5, 6, 7, kjördeild og útbúinn var kjörklefi og kjörkassi. Meðfylgjandi myndir sýna hvernig kjörstaður leit út.

 

 

 

Læsissáttmáli

læsiMennta- og menningarmálaráðuneytið og Heimili og skóli – landssamtök foreldra innsigluðu með samningi í janúar sl. samkomulag um læsissáttmála fyrir foreldra. Áður hafði Þjóðarsáttmáli um læsi verið undirritaður af mennta- og menningarmálaráðherra, fulltrúum sveitarfélaga og Heimilis og skóla í öllum sveitarfélögum landsins. Með undirrituninni staðfestu þeir sameiginlegan skilning á mikilvægi læsis til virkrar þátttöku í samfélaginu þannig að hver og einn geti nýtt hæfileika sína samfélaginu öllu til velferðar.

Meginmarkmið samkomulags ráðuneytisins og Heimilis og skóla eru að:

  • Stuðla að aukinni lestrarfærni barna og unglinga með þátttöku og stuðningi foreldra við framkvæmd þjóðarsáttmála um læsi.
  • Útbúa læsissáttmála fyrir foreldra og innleiða hann í skólum landsins.
  • Auka vitund foreldra um ábyrgð þeirra gagnvart læsi barna sinna.
  • Virkja foreldra í að styðja við læsi og lestrarþjálfun barna sinna.
  • Auka samstarf skóla og foreldra um læsisnám barna.
  • Koma á framfæri kynningarefni um áherslur og samstarf frjálsra félagasamtaka og stjórnvalda við að efla læsi barna.

Með innleiðingu læsissáttmála er höfðað til samtakamáttar og samábyrgðar foreldra. Sáttmálanum svipar til foreldrasáttmála Heimilis og skóla sem notið hefur mikilla vinsælda meðal foreldra (nánar á http://www.heimiliogskoli.is/utgefid-efni/foreldrasattmali/).

Á haustmánuðum munu sérfræðingar Heimilis og skóla ferðast um landið og kynna læsissáttmálann fyrir skólastjórnendum, kennurum og foreldrum.

Nánari upplýsingar er að finna hér.

Síðustu skóladagarnir

20160601_110420Þessa vikuna er búið að vera mikið um að vera hjá nemendum.  Á mánudaginn var farið í  sund og í ratleik. Í gær var farið í mismundandi útivist hjá flestum bekkjum. Í dag miðvikud. voru ODDÓleikarnir  haldnir, farið var alls konar leiki á skólalóðinni, Twister, jakahlaup, grillað popp yfir eldi, pokahlaup, eggjakast o.fl.  Og svo var grillað ofan í mannskapinn og boðið upp á Svala með.  Á morgun 2. júní hlaupa nemendur til styrktar UNICEF (svokallað apahlaup) þar sem nemendur hafa safnað áheitum.

Á föstudaginn verður einnig farið um víðan völl – Lystigarðinn og fl.

Mánudagurinn 6. júni er síðasti skóladagurinn, þá verðum við með SMT uppskeruhátíð á sal skólans í upphafi skóladags og munu nemendur troða upp.

Klukkan 13:00 þann dag verða skólaslit hjá 1.-7. bekk. Skólaslitin fara fram í íþróttasal skólans þar sem Kristín skólastjóri mun spjalla stuttlega við hópinn og slíta skólanum. Eftir það fara nemendur í stofur til umsjónarkennara og fá afhent námsmat.

Skólaslit hjá 8. – 10.bekk verða á sal sama dag kl. 17:00. Við þá athöfn fá nemendur námsmat, viðurkenningar verða veittar og 10. bekkurinn útskrifast. Við þetta tækifæri kveðjum við þá starfsmenn sem eru að hætta hjá okkur. Eftir dagskrá í sal er nemendum 10. bekkjar og foreldrum þeirra boðið í kaffisamsæti ásamt starfsfólki skólans.

Við bjóðum foreldra/forráðamenn sérstaklega velkomna á skólaslitin.

Viðurkenningar skólanefndar í Hofi 1. júní 2016

FullSizeRenderSíðdegis í dag fór fram samkoma í Hofi þar sem veittar voru viðurkenningar skólanefndar. Árlega eru veittar viðurkenningar til nemenda sem hafa á einhvern hátt skarað fram úr í skólum bæjarins og einnig eru veittar viðurkenningar fyrir verkefni eða starfshætti í leik- og grunnskólum Akureyrar. Við í Oddeyrarskóla áttum þrjá fulltrúa í dag sem við erum afar stolt af.

Fyrstan ber að nefna Steinar Braga Laxdal nemanda í 7. bekk. Hann hlaut viðurkenningu fyrir gríðarlegar framfarir í námi. Steinar er jákvæður og eljusamur, hann er hjálpsamur, réttsýnn og á auðvelt með að finna lausnir.

Kennararnir Ragnheiður Ásta Einarsdóttir og J. Freydís Þorvaldsdóttir hlutu einnig viðurkenningu skólanefndar fyrir framúrskarandi starfshætti í anda skóla án aðgreiningar.

Þetta er það sem um þær var sagt:

Freydís og Ragnheiður Ásta hafa um nokkurra ára skeið kennt saman í teymi, ýmist tvær eða með aðkomu fleiri kennara. Þær hafa samkennt árgöngum á yngsta stigi með góðum árangri. Þær hafa verið verið í stöðugri þróun í námi og kennslu. Þær hafa verið leiðandi í byrjendalæsi og hafa þróað mér sér starfshætti þar sem þær leitast við að tryggja betri árangur hvers og eins.

Undanfarin tvö ár hafa þær stöllur þróað nýja kennsluhætti í stærðfræði í samstarfi við sérfræðing hjá miðstöð skólaþróunar. Þessi kennsluaðferð miðar að því að auka hugtakaskilning nemenda í stærðfræði, m.a. með því að auka samræður um stærðfræðileg efni.

Freydís og Ragnheiður Ásta hafa af alúð útbúið námsgögn til að fylgja námi nemenda betur eftir og tryggja að hver og einn fái þá þjálfun sem hann þarf. Af einstakri alúð sinna þessir kennarar öllum nemendum hverjar sem þarfir þeirra eru. Þær eru óþreytandi í leit sinni að leiðum til að mæta þörfum nemenda, sama hverjar þær eru. Færni þeirra í námsaðlögun er óumdeild, hvort sem um ræðir skipulag fyrir nemendur með sérþarfir, nálgun þeirra í kennslu eða væntingar þeirra til árangurs fyrir alla nemendur.

Við óskum þeim Steinari, Freydísi og Ragnheiði Ástu innilega til hamingju með viðurkenningarnar.

4. bekkur óvissuferð

IMG_2059IMG_2089Þriðjudaginn 31. maí fór 4. bekkur í óvissuferð/útskriftarferð en þau eru einmitt að útskrifast af yngstastigi 🙂 Við tókum strætó langleiðina upp í hesthúsahverfi en þar tók hann Magnþór Jóhannsson á móti okkurIMG_2023  en hann vinnur hérna í skólanum okkar. Við fengum að knúsa lömb og klappa hestum en einnig vorum við svo heppin að fá að fara á hestbak 🙂 Kennarinn bauð upp á kökur svo þetta var hinn allra besti dagur 🙂IMG_2044