Skólasetning og ferð á Reyki

Í dag var Oddeyrarskóli settur í 59. sinn. Nemendur mættu á sal og hlýddu á orð skólastjóra og síðar var farið í kennslustofur þar sem nemendur hittu kennara sína. Skólastarfið hefst svo skv. stundReykjafararaskrá á morgun. Nemendur 1. bekkjar eru í viðtölum í dag og á morgun (þriðjudag) en þau koma síðan fyrsta skóladaginn sinn á miðvikudag. Við hlökkum til að sjá nýju nemendur okkar og bjóðum þau innilega velkomin í skólann.

Nemendur 7. bekkjar voru þó fjarverandi, þar sem þeir byrjuðu skólaárið á því að fara í skólabúðirnar að Reykjum í Hrútafirði. Eins og sjá má á meðfylgjandi mynd voru krakkarnir hressir og tilbúnir í slaginn!

Síðast uppfært 22.08 2016