Oddeyrarskóli hlýtur veglegan styrk frá Forriturum framtíðarinnar

Fimmtudaginn 30. júní barst skólanum svohljóðandi póstur frá Forriturum framtíðarinnar:Forritarar framtíðarinnar - logo

„Það gleður mig að tilkynna ykkur að Oddeyrarskóli hefur hlotið styrk úr sjóðnum Forritarar framtíðarinnar. Styrkurinn felst í framhaldsþjálfun á kennurum í forritun á vegum Skema að verðmæti 330.000 kr.  auk þess sem skólinn fær afhentar 20 tölvur frá sjóðnum.“

Metnaðarfullir kennarar skólans hafa unnið ötullega að því að auka veg náms nemenda í upplýsingatækni og ljóst er að þetta ávöxtur þessa framsækna starfs. Skólinn hlaut á síðasta ári styrk til endurmenntunar kennara hjá Skema og hafa kennarar í kjölfar þess náms verið mjög áhugasamir og drífandi að gefa nemendum kost á að stunda nám í forritun. Þetta eru því dásamleg gleðitíðindi þar sem kennarar hafa sýnt því mikinn áhuga að halda áfram að leggja rækt við nám í forritun í skólanum og aðgangur nemenda að tölvubúnaði hefur verið af heldur skornum skammti til að koma því við með góðu móti.

Þessi styrkur veitir okkur enn meiri innblástur og munum við af metnaði gera nám í forritun og annari upplýsingatækni meira undir höfði.

Við þökkum Forriturum framtíðarinnar innilega fyrir þennan veglega styrk!

Hér má sjá frétt á heimasíðu Forritara framtíðarinnar um styrkinn.

Síðast uppfært 01.07 2016