Bleiki dagurinn er á morgun, föstudaginn 16. október – allir í bleikt!

bleikidagurinn2015-2 _edited-1Október er mánuður Bleiku slaufunnar, árveknis- og fjáröflunarátaks Krabbameinsfélags Íslands gegn krabbameinum hjá konum. 

Af því tilefni eru allir landsmenn hvattir til að klæðast einhverju bleiku föstudaginn 16. október eða hafa bleikan lit í fyrirrúmi þann dag. Með því sýnum við samstöðu í baráttunni.

Við í Oddeyrarskóla gefum ekkert eftir í þessu og hvetjum alla til að mæta í einhverju bleiku á morgun!

Góður fjölgreindardagur

fjölgreindÞað er árviss viðburður að halda fjölgreindardag í Oddeyrarskóla, en þeir voru haldnir í síðustu viku, þann 6. október.

Starfsmenn skólans eru alltaf sammála um að þessir dagar séu góðir, við upplifum alltaf mikla samkennd og gleði meðal nemenda og starfsmanna skólans.

Á fjölgreindardegi eru settar upp 18 stöðvar þar sem nemendur staldra aðeins sjö mínútur á hverri stöð og vinna ólíkar þrautir. Leitast er eftir því að nemendur þjálfi ólíkar greindir skv. fjölgreindakenningu Gardners. Í hverjum hópi eru nemendur úr 1.- 10. bekk og gegnir nemandinn út 10. bekk því hlutverki að vera hópstjóri og halda utan um hópinn. Gætt er að því að nemendur í 1. bekk séu með vini sínum í 8. bekk, en alltaf eru búin til vinapör milli nemenda í 1. og 8. bekk.

Hér er að finna fleiri myndir frá fjölgreindardeginum.

Aðalfundur foreldrafélags Oddeyrarskóla

logo -stafalaustAðalfundur foreldrafélags Oddeyrarskóla verður haldinn í matsal skólans miðvikudaginn 14. október n.k. kl. 20.00.
Á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf.
Áætlaður fundartími er um ein klukkustund.
Vonumst til að sjá sem flesta.

Fjölgreindardagur á morgun

fjölgreindirÁ morgun, þriðjudaginn 6. október, verður fjölgreindardagur hjá okkur í Oddeyrarskóla.

Þá mæta nemendur að vanda kl. 8:10 og er þá raðað niður í hópa, þvert á bekki. Gætt er að því að nemendur í 1. bekk verði með vini sínum í 8. bekk í hóp.

Á þessum degi fylgjum við ekki stundaskrá og lýkur skóladegi kl. 12:15. Nemendur sem eru skráðir í Frístund fara beint þangað að loknum skóladegi.

Þessi dagur hefur alltaf verið einstaklega vel heppnaður en ekki við öðru að búast nú.

Hvetjum alla til að vera mættir stundvíslega svo röðun í hópa gangi vel fyrir sig.

 

Líf og fjör í heimilisfræði

Samvinna er stór þáttur í öllu námi barna. Í síðustu viku reyndi aldeilis á samvinnu þegar nemendur á unglinga- og miðstigi aðstoðuðu þær Hrafnhildi og Laufeyju matráða við að útbúa hádegismatinn. Á matseðlinum voru pítsur og sýndu nemendur mikinn áhuga og dugnað við að fletja út botna, skera niður álegg og setja á pítsurnar. Að sjálfsögðu brögðuðust pítsurnar sérstaklega vel í hádeginu 🙂 Á myndasíðu skólans má finna fleiri myndir frá þessum skemmtilega degi.

Símamyndir 30.09.2015 1234Símamyndir 30.09.2015 1231

Félagsmiðstöðin Stjörnuríki

Félagsmiðstöðin StjörnuríkiNú hefur félagsmiðstöðin okkar fengið nafn, en hún heitir nú Stjörnuríki. Það er mikið um að vera í félagsmiðstöðinni fyrir krakka í 5. – 10. bekk og þið getið fengið nánari upplýsingar um það ef þið smellið á stjörnurnar hér til vinstri á síðunni. Þar er að finna tímatöflu félagsmiðstöðvarinnar, upplýsingar um starfsmenn hennar og nánari upplýsingar um klúbba á þeirra vegum.

Einelti er ógeð

Einelti-er-oged-2015-netVið viljum vekja athygli á átaks- og samvinnuverkefni Á alla vörum og Erindi. Þessir tveir hópar tóku höndum saman í ár við að berjast fyrir bættum samskiptum meðal barna og unglinga.

Á allra vörum er kynningar- og fjáröflunarátak þar sem þjóðin sameinast um ákveðið málefni og lætur gott af sér leiða. Það hefur staðið fyrir árlegum fjáröflunum frá árinu 2008 og í ár var ákveðið að taka þátt í átaki Erindis varðandi einelti barna og unglinga.

Erindi eru samtök fagfólks á sviði uppeldis-, lýðheilsu- og menntunarfræða og hafa það hlutverk að miðla fræðslu og skapa almenna umræðu um málefni sem varða hag barna og ungmenna á öllum skólastigum. Markmið Erindis er að opna samskiptasetur þar sem aðstandendur í eineltismálum geta fengið ráðgjöf og þjónustu frá fagaðilum.

Hér má sjá myndband verkefnisins.

Hugmyndabanki fyrir foreldra

Starfsmenn í Rósenborg hafa sett saman hugmyndalista fyrir foreldra til að auðvelda þeim skipulag og vinnu þegar þeir ætla að hittast með börnunum sínum og gera sér glaðan dag. Endilega nýtið ykkur þetta.

Hafragrautur

hafragrauturHafragrautur er nú í boði fyrir alla nemendur skólans í upphafi dags og fyrir nemendur á mið- og unglingastigi í frímínútum um miðjan morgunn. Grauturinn hefur mælst vel fyrir, en það er þó meira um að eldri nemendur nýti sér þetta góða boð. Grauturinn er framreiddur á tímabilinu 7:45 – 8:10. Boðið er upp á rúsínur með hafragrautnum en engan sykur.

Stjórn foreldrafélagsins hefur ákveðið að styðja við okkur með hráefniskaupum í tvo mánuði á meðan við sjáum hver nýtingin verður. Við þökkum innilega fyrir þann stuðning.

 

Hausthátíð Oddeyrarskóla verður haldin á morgun, laugardaginn 12. september

Hausthátíð foreldrafélags Oddeyrarskóla verður haldin laugardaginn 12. september og hefst hún kl. 11. Vlogo -stafalaustið ætlum að leika okkur saman um stund og njóta samveru með börnunum okkar, samnemendum þeirra, starfsfólki skólans og foreldrum.

Við munum breyta út af vananum þessa hausthátíðina og í stað þess að fara í skrúðgöngu ætlum við að fara í leiki á svæðinu og jafnvel að efna til keppni á milli bekkja, foreldra eða starfsfólks skólans.

Svo minnum við á litaþema bekkjana og um að gera að þeir komi hver í sínum lit ef taka á á því í keppnin við aðra innan skólans.

1. bekkur – gulur
2. bekkur – rauður
3. bekkur – grænn
4. bekkur – blár
5. bekkur – svartur
6. bekkur – hvítur
7. bekkur – fjólublár
8. bekkur – brúnn
9. bekkur – bleikur
10. bekkur – appelsínugulur

Svo ætlar 10.bekkur að grilla pylsur ofan í mannskapinn að því loknu. Við hvetjum alla til að mæta og gera sér glaðan dag.

Andlitsmálun verður í boði frá kl. 10.30.

1. bekkur er sérlega boðinn velkominn!

Mætum öll og eigum glaðan dag,

kveðja foreldrafélagið.