Einelti er ógeð

Einelti-er-oged-2015-netVið viljum vekja athygli á átaks- og samvinnuverkefni Á alla vörum og Erindi. Þessir tveir hópar tóku höndum saman í ár við að berjast fyrir bættum samskiptum meðal barna og unglinga.

Á allra vörum er kynningar- og fjáröflunarátak þar sem þjóðin sameinast um ákveðið málefni og lætur gott af sér leiða. Það hefur staðið fyrir árlegum fjáröflunum frá árinu 2008 og í ár var ákveðið að taka þátt í átaki Erindis varðandi einelti barna og unglinga.

Erindi eru samtök fagfólks á sviði uppeldis-, lýðheilsu- og menntunarfræða og hafa það hlutverk að miðla fræðslu og skapa almenna umræðu um málefni sem varða hag barna og ungmenna á öllum skólastigum. Markmið Erindis er að opna samskiptasetur þar sem aðstandendur í eineltismálum geta fengið ráðgjöf og þjónustu frá fagaðilum.

Hér má sjá myndband verkefnisins.

Síðast uppfært 21.09 2015