Fótboltamót á unglingastigi

Fótboltamót á unglingastigi.íþróttir
Á morgun miðvikudag verða nemendur á unglingastigi á fótboltamóti í Boganum. Nemendur ganga héðan með kennurum sínum kl. 8.10 nema strákarnir í 8. bekk, þeir verða í kennslu til kl. 10.10 og fara eftir frímínútur. Þegar krakkarnir koma til baka tekur við kennsla samkvæmt stundaskrá.

Forvarnardagurinn 2. október.
Forvarnardagur 2015 verður haldinn föstudaginn 2. október næstkomandi. Dagurinn er helgaður nokkrum heillaráðum sem geta forðað börnum og unglingum frá fíkniefnum, ráðum sem eiga erindi við allar fjölskyldur í landinu. Forvarnardagurinn er haldin að frumkvæði forseta Íslands í samvinnu við Samband íslenskra sveitarfélaga, Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands, Ungmennafélag Íslands, Bandalag íslenskra skáta, Reykjavíkurborg, Háskóla Íslands og Háskólann í Reykjavík. Sjá nánar á http://www.forvarnardagur.is/

Þennan dag verða nemendur í 9. bekk í forvarnarfræðslu upp í Rósenborg frá kl. 8.15-11.00.

Síðast uppfært 30.09 2015