Alþjóðlegi skólamjólkurdagurinn 30. september

skólamjólkSextándi alþjóðlegi Skólamjólkurdagurinn verður haldinn hátíðlegur víða um heim þann 30. september næstkomandi. Það er stofnun Sameinuðu þjóðanna, FAO (Food and Agriculture Organization) sem hvetur til hátíðarhalda á þessum degi og á Íslandi er haldið upp á hann undir kjörorðunum “Holl mjólk og heilbrigðir krakkar”. 
 
Með deginum vill Fræðslunefnd mjólkuriðnaðarins vekja athygli barna, foreldra og starfsfólks skólanna á mikilvægi mjólkur í daglegu fæði barnanna. Í tilefni dagsins verður þeim leikskólum og grunnskólum sem óska eftir því að taka þátt í deginum boðið upp á mjólk á Skólamjólkurdaginn, miðvikudaginn 30. september.

 

Síðast uppfært 29.09 2015