Laugardaginn næstkomandi er hjóladagur fjölskyldunnar á Akureyri.
Í tilefni af því verða Akureyrarbær og Hjólreiðafélag Akureyrar með hjólalestir frá öllum grunnskólum bæjarins.
Lagt er af stað klukkan 12:30 og eru foreldrar, nemendur og öll fjölskyldan velkomin. Lestirnar sameinast allar við Glerártorg og svo aftur við Hof og verður svo hjólað saman í stórum hóp í gegnum göngugötuna þar sem við leggjum frá okkur hjólin og skoðum strætó, slökkviliðsbíl, mismunandi reiðhjól og vistvæna bíla.
Að sjálfssögðu verða pylsur og gos handa öllum sem mæta.
Sjá má leiðina sem hjóluð er frá hverjum skóla á heimasíðu Hjólreiðafélags Akureyrar og lista yfir hópstjóra. Sá sem tekur á móti móti hjólreiðafólki við Oddeyrarskóla og verður hópstjóri á leiðinni er Sigurvin Fíllinn Jónsson. Á sunnudeginum verður svo hjólreiðamót fyrir krakka við Minjasafnið á Akureyri. Allt um þetta má finna í sjónvarps-dagskránum sem komu út í þessarri viku og á www.hfa.is
Síðast uppfært 18.09 2015