Bleiki dagurinn er á morgun, föstudaginn 16. október – allir í bleikt!

bleikidagurinn2015-2 _edited-1Október er mánuður Bleiku slaufunnar, árveknis- og fjáröflunarátaks Krabbameinsfélags Íslands gegn krabbameinum hjá konum. 

Af því tilefni eru allir landsmenn hvattir til að klæðast einhverju bleiku föstudaginn 16. október eða hafa bleikan lit í fyrirrúmi þann dag. Með því sýnum við samstöðu í baráttunni.

Við í Oddeyrarskóla gefum ekkert eftir í þessu og hvetjum alla til að mæta í einhverju bleiku á morgun!

Síðast uppfært 15.10 2015