Góður fjölgreindardagur

fjölgreindÞað er árviss viðburður að halda fjölgreindardag í Oddeyrarskóla, en þeir voru haldnir í síðustu viku, þann 6. október.

Starfsmenn skólans eru alltaf sammála um að þessir dagar séu góðir, við upplifum alltaf mikla samkennd og gleði meðal nemenda og starfsmanna skólans.

Á fjölgreindardegi eru settar upp 18 stöðvar þar sem nemendur staldra aðeins sjö mínútur á hverri stöð og vinna ólíkar þrautir. Leitast er eftir því að nemendur þjálfi ólíkar greindir skv. fjölgreindakenningu Gardners. Í hverjum hópi eru nemendur úr 1.- 10. bekk og gegnir nemandinn út 10. bekk því hlutverki að vera hópstjóri og halda utan um hópinn. Gætt er að því að nemendur í 1. bekk séu með vini sínum í 8. bekk, en alltaf eru búin til vinapör milli nemenda í 1. og 8. bekk.

Hér er að finna fleiri myndir frá fjölgreindardeginum.

Síðast uppfært 12.10 2015