Haldið upp á dag stærðfræðinnar

Í dag, 6. febrúar er dagur stærðfræðinnar og af því tilefni var skólastarfið brotið upp. Nemendur unglingadeildar sáu um að undirbúa og halda utan um stærðfræðistöðvar víðs vegar um skólann þar sem nemendur unnu skapandi og skemmtileg stærðfræðiverkefni. Nemendur voru allir með lítið „vegabréf“ og létu stimpla á hverri stöð sem þeir heimsóttu.

Krakkarnir stóðu sig frábærlega í vinnunni, bæði eldri krakkarnir við að halda utan um stöðvavinnunna og yngri krakkarnir við að fara á milli stöðva. Stærðfræðidagur 2015nr3 Stærðfræðidagur 2015nr1Fleiri myndir eru væntanlegar á myndasíðu skólans.

Samstarfsdagur 8. bekkjar í Síðuskóla og Oddeyrarskóla

IMG_6042IMG_6083Í gær, þriðjudaginn 3. febrúar, komu nemendur úr 8. bekk í Síðuskóla í heimsókn til 8. bekkjar í Oddeyrarskóla. Þau voru hér allan daginn og fylgdu stundatöflu Oddeyrarskóla. Farið var í leiki, tekin viðtöl, farið í skotbolta í íþróttum og margt fleira skemmtilegt var gert. Nemendum í Síðuskóla var boðið að borða hér í Oddeyrarskóla að loknum skóladegi. Við þökkum krökkunum og Bibba kennara þeirra kærlega fyrir komuna.

Tannverndarvika og gjaldfrjálsar tannlækningar barna

sykurmagn

Embætti landlæknis stendur fyrir tannverndarviku á hverju ári, en hún stendur nú yfir. Vikan er helguð umfjöllun og fræðslu um sykurmagn í mat, sælgæti og drykkjum og mikilvægi þess að draga almennt úr sykurneyslu.

Kjörorð tannverndarviku 2015 er Sjaldan sætindi og í litlu magni.

Í tilefni umfjöllunarefnis tannverndaviku gefur embættið út myndbandið Sykur á borðum þar sem litið er inn hjá fjölskyldu sem ætlar að eiga notalega stund við sjónvarpið. 

Hér má sjá myndir sem sýna sykurmagn í ýmsum vinsælum vörutegundum sem börn og unglingar neyta.

 
Einnig vekjum við athygli á því að frá 1. janúar 2015 eru tannlækningar 8 til og með 17 ára barna, auk þriggja ára barna,  greiddar að fullu af Sjúkratryggingum Íslands, að frátöldu 2500 kr. árlegu komugjaldi.
 
 
 
                                           
Samkvæmt upplýsingum frá Sjúkratryggingum Íslands eru nú tæplega 50.000 börn skráð hjá heimilistannlækni. Greiðsluþátttaka sjúkratrygginga er háð því að börnin hafi skráðan heimilistannlækni og því eru þeir foreldrar sem ekki hafa gengið frá skráningu í Réttindagátt hvattir til að panta tíma hjá tannlækni sem fyrst, sem aðstoðar við skráninguna.  Lista yfir heimilistannlækna má nálgast á vef Sjúkratrygginga.  
 
Almennar upplýsingar um gjaldfrjálsar tannlækningar má nálgast á vef Heilsugæslu höfuðborgarsvæðis.
 

Málþing í HOFI um snjalltækjanotkun barna og unglinga

HofÞessa dagana eru fulltrúar frá SAFT að heimsækja nemendur í 6. bekk grunnskólanna á Akureyri. Við eigum von á þeim hingað í Oddeyrarskóla á föstudagsmorguninn kl. 9:00. Hópurinn verður einnig með erindi í Hofi á málþingi um snjalltækjanotkun barna og unglinga á fimmtudagskvöldið kl. 20:00-21:30. Hér er auglýsing fyrir þann fund. Við hvetjum foreldra til að fjölmenna á fundinn, enda afar mikilvægt unfjöllunarefni.

Upplýsingar vegna árshátíðar

N10.bekkur nr7ú styttist í árshátíð og standa æfingar sem hæst. Nemendasýningar verða á föstudagsmorgunn en svo er stóri dagurinn á laugardag. Þá eru sýningar kl. 13 og 16 og kaffihlaðborð foreldrafélagsins á milli sýninga. Þetta er stærsta fjáröflunarleið foreldrafélagsins og fara tekjur þess að stærstum hluta í að styðja við skólastarfið og ferðir nemenda. Því er það hagur okkar allra að fjölmenna á kaffihlaðborðið.

Miðar eru seldir í forsölu hér í skólanum. Miðinn kostar þá 400 kr. en miðar keyptir sýningardegi kosta 500 kr.

Nýjustu Tengjuna, sem innihledur hagnýtar upplýsingar vegna árshátíðar er að finna hér.

Þennan dag verður makkarónusúpa í hádegismat í staðinn fyrir pizzu. Pizzan verður á öðrum degi í staðinn 🙂

Nemendum 1. bekkjar boðið upp á skíðkennslu í Hlíðarfjalli um helgina

skíða- og brettaskólinn HlíðarfjalliSkíða- og brettaskólinn í Hlíðarfjalli býður 1. bekkingum á Akureyri að koma í tveggja tíma kennslu á skíðum eða bretti þeim að kostnaðarlausu. Nemendum í 1. bekk í Oddeyrarskóla er boðið að koma laugardaginn 17. janúar eða sunnudaginn 18. janúar frá kl. 10-12. Það þarf að panta kennsluna á heimasíðu Hlíðarfjalls,www.hlidarfjall.is fyrir kl. 17 fimmtudaginn 15. janúar. Til að skrá sig í skólann er farið inn á eftirfarandi tengil: http://www.hlidarfjall.is/is/skidaskolinn/barnaskidaskolinn/skraningarblad-i-skidaskolann

Við skráningu þarf að skrifa nafn skólans í dálkinn „Annað“. Einnig þarf að merkja við ef óskað er eftir búnaði úr leigunni, hann er einnig ykkur að kostnaðarlausu. Í leigunni er hægt að fá hjálm.

Á skráningarblaðinu þarf að skrá getu:

  • 0 stig (þeir sem ekki kunna að stoppa)
  • 1-2 stig (geta bjargað sér í Hólabraut/diskalyftu, beygt og stoppað)
  • 3+ (geta farið í stólalyftuna)

 Mikilvægt er að mæta tímalega, sérstaklega ef búnaður er fenginn úr leigunni. Nánari upplýsingar í síma 462-2280 eða skidaskoli@hlidarfjall.is

Með skíðakveðju, Skíða- og brettaskólinn í Hlíðarfjalli

Tannlæknar barna – skilaboð frá hjúkrunarfræðingi

healthy-toothSamningur Sjúkratrygginga Íslands (SÍ) og Tannlæknafélags Íslands um tannlækningar barna, sem tók gildi þann 15. maí 2013 mun taka til 8 og 9 ára barna  frá og með 1. janúar 2015.

Tannlækningar eru greiddar að fullu af Sjúkratryggingum Íslands fyrir utan 2.500 kr., árlegt komugjald.

Samningurinn tekur einnig til allra barna í bráðavanda, að ákveðnum skilyrðum uppfylltum, óháð áfangaskiptingu samningsins.

Forsenda greiðsluþátttöku SÍ er skráning barna hjá heimilistannlækni en nú þegar hafa um 50.000  börn verið skráð.

Gjaldfrjálsar tannlækningar hafa komið inn í skrefum frá 15. maí 2013, í upphafi tók samningurinn til 15,16 og 17 ára barna en síðan hafa bæst við 3ja, 10, 11, 12 13 og 14 ára börn og nú 1. janúar 2015 bætast við 8 og 9 ára börn.  Frá og með 1. janúar 2018 munu öll börn yngri en 18 ára falla undir samninginn.

Síðbúin desembertengja

Nú er desembertengjan loksins komin í loftið og er hún að vanda undir flipanum Tengja sem sjá má hér fyrir ofan. Desembertengjan inniheldur skemmtilegar myndir frá hæfileikakeppninni og frá kaffihúsi sem 9. bekkurinn hélt utanum. Einnig er þar að finna fréttir um niðurstöður samræmdra könnunarprófa og skólapúlsins.

Janúartengjan, sem inniber allar nauðsynlegar upplýsingar um skipulag árshátíðar er væntanleg undir lok næstu viku.

Skólastarfið hefst á morgun

Gleðilegt nýtt ár kæru nemendur og foreldrar! Á morgun hefst skólastarfið á ný og verður kennsla skv. stundaskrá.

Hlökkum til að sjá ykkur öll!