Haldið upp á dag stærðfræðinnar

Í dag, 6. febrúar er dagur stærðfræðinnar og af því tilefni var skólastarfið brotið upp. Nemendur unglingadeildar sáu um að undirbúa og halda utan um stærðfræðistöðvar víðs vegar um skólann þar sem nemendur unnu skapandi og skemmtileg stærðfræðiverkefni. Nemendur voru allir með lítið „vegabréf“ og létu stimpla á hverri stöð sem þeir heimsóttu.

Krakkarnir stóðu sig frábærlega í vinnunni, bæði eldri krakkarnir við að halda utan um stöðvavinnunna og yngri krakkarnir við að fara á milli stöðva. Stærðfræðidagur 2015nr3 Stærðfræðidagur 2015nr1Fleiri myndir eru væntanlegar á myndasíðu skólans.

Síðast uppfært 06.02 2015