Samstarfsdagur 8. bekkjar í Síðuskóla og Oddeyrarskóla

IMG_6042IMG_6083Í gær, þriðjudaginn 3. febrúar, komu nemendur úr 8. bekk í Síðuskóla í heimsókn til 8. bekkjar í Oddeyrarskóla. Þau voru hér allan daginn og fylgdu stundatöflu Oddeyrarskóla. Farið var í leiki, tekin viðtöl, farið í skotbolta í íþróttum og margt fleira skemmtilegt var gert. Nemendum í Síðuskóla var boðið að borða hér í Oddeyrarskóla að loknum skóladegi. Við þökkum krökkunum og Bibba kennara þeirra kærlega fyrir komuna.

Síðast uppfært 04.02 2015