Tannverndarvika og gjaldfrjálsar tannlækningar barna

sykurmagn

Embætti landlæknis stendur fyrir tannverndarviku á hverju ári, en hún stendur nú yfir. Vikan er helguð umfjöllun og fræðslu um sykurmagn í mat, sælgæti og drykkjum og mikilvægi þess að draga almennt úr sykurneyslu.

Kjörorð tannverndarviku 2015 er Sjaldan sætindi og í litlu magni.

Í tilefni umfjöllunarefnis tannverndaviku gefur embættið út myndbandið Sykur á borðum þar sem litið er inn hjá fjölskyldu sem ætlar að eiga notalega stund við sjónvarpið. 

Hér má sjá myndir sem sýna sykurmagn í ýmsum vinsælum vörutegundum sem börn og unglingar neyta.

 
Einnig vekjum við athygli á því að frá 1. janúar 2015 eru tannlækningar 8 til og með 17 ára barna, auk þriggja ára barna,  greiddar að fullu af Sjúkratryggingum Íslands, að frátöldu 2500 kr. árlegu komugjaldi.
 
 
 
                                           
Samkvæmt upplýsingum frá Sjúkratryggingum Íslands eru nú tæplega 50.000 börn skráð hjá heimilistannlækni. Greiðsluþátttaka sjúkratrygginga er háð því að börnin hafi skráðan heimilistannlækni og því eru þeir foreldrar sem ekki hafa gengið frá skráningu í Réttindagátt hvattir til að panta tíma hjá tannlækni sem fyrst, sem aðstoðar við skráninguna.  Lista yfir heimilistannlækna má nálgast á vef Sjúkratrygginga.  
 
Almennar upplýsingar um gjaldfrjálsar tannlækningar má nálgast á vef Heilsugæslu höfuðborgarsvæðis.
 

Síðast uppfært 02.02 2015