Stekkjastaur í lestrarkennslu hjá nemendum í 1. og 2. bekk

Stekkjarstaur_2StekkjarstaurFyrir nokkru síðan heimsótti Stekkjastaur nemendur í 1. og 2. bekk og komust þeir þá að því að hann skorti færni í lestri og ritun. Þau buðu honum að heimsækja sig aftur svo þau gætu þá kennt honum að lesa og skrifa.

Á dögunum mætti Sveinki aftur með forláta skólatösku á bakinu og eins og sjá má á myndasíðu skólans brugðust krakkarnir honum ekki, heldur aðstoðuðu þeir hann við að læra að lesa, skrifa og reikna.

Heimsókn Stekkjastaurs vakti afar mikla kátínu hjá nemendum og starfsfólki!

Hæfileikakeppni í Oddeyrarskóla

Hæfileikakeppni 2014nr22 Hæfileikakeppni 2014nr6Í dag stóð nemendaráð Oddeyrarskóla fyrir hæfileikakeppni í skólanum.

Margir nemendur skráðu sig til leiks. Þeir ýmist sungu, spiluðu á hljóðfæri, dönsuðu eða sýndu töfrabrögð. Það var virkilega ánægjulegt að sjá alla þessa hæfileikaríku krakka sýna listir sínar. Það þarf mikið hugrekki til að sýna atriði fyrir alla nemendur og starfsmenn skólans, en það er ljóst að hér eru margir sem oft eiga eftir að stíga á stokk.

Hæfileikakeppnin er ákaflega skemmtileg tilbreyting í skólastarfið auk þess að vera góð upphitun fyrir árshátíð skólans sem verður haldin í lok janúar, en þá munu allir nemendur skólans sýna atriði.

Sigurvegarar í hæfileikakeppninni að þessu sinni voru  þau Gísli Erik og Elín Ylfa í 1. bekk, en hún söng lagið Ríðum sem fjandinn (sem Reiðmenn vindanna fluttu um árið) og hann dansaði með. Í öðru sæti var Rebekka Rut í 2. bekk, en hún söng lagið Dansaðu vindur. Krakkarnir fengu gjafabréf á Greifann að launum.

Við þökkum nemendaráði skólans innilega fyrir að standa svo vel að þessari hæfileikakeppni.

Fleiri myndir frá morgninum eru komnar á myndasíðu skólans.

Litlu jólin í Oddeyrarskóla

jólLitlu jólin verða haldin hér í Oddeyrarskóla föstudaginn 19. desember.

Nú verður sú nýbreytni að við verðum öll á sama tíma á litlu jólum. Dagskráin verður þó með svipuðum hætti og áður:

Allir nemendur mæta í sína heimastofu kl. 9:30 og þar verður hátíðleg stund með umsjónarkennurum. Kl. 10:00 hringir skólastjóri alla á jólaball í salnum þar sem við syngjum og dönsum saman í kringum jólatré. Að því loknu förum við aftur stutta stund í kennslustofur. Við gerum ráð fyrir að skóla ljúki um kl. 11.

Þar sem við ætlum að eiga hátíðlega stund saman er við hæfi að mæta í betri fötunum.

Jólasöngsalur á miðstigi

Síðasti söngsalurinn fyrir jól var í morgun á miðstigi. Þá buðum við 4. bekk í heimsókn til að syngja með okkur því þau munu auðvitað koma upp til okkar næsta haust. Nemendur tóku hraustlega undir í söngnum og sungu fjögur vel valin jólalög, m.a. Dansaðu vindur með Eivöru Pálsdóttur sem þau syngja eins og englar.

IMG_3370IMG_3373

7. bekkur á Iðavelli í morgun

Í morgun fór 7. bekkur í árlega jólaheimsókn á Leikskólann Iðavöll til að lesa fyrir börnin. Í þetta sinn voru lesnar jólasögur en þetta er liður í undirbúningi nemenda fyrir Stóru upplestrarkeppnina. Heimsóknin vakti mikla kátínu og nutu sín allir, stórir sem smáir. Eftir lesturinn var boðið í djús og piparkökur og fóru 7. bekkingar svo út að leika með þeim yngri. Frábær ferð í yndislegri vetrarblíðu.

 

 

+×+¦rarinn, +ìsak og Benni+×+¦rarinn  Björg og Sylvía Dísa Fín mynd +×+¦rarinnKrakkar í djús Krakkar í snjó Snjómynd Unnar og fl.

Skólahald í dag

Nú þegar klukkan er að nálgast hálfníu er búið að hreinsa helstu götur bæjarins. Kennarar eru því flestir komnir eða væntanlegir til vinnu og þeir nemendur sem eru komnir geta verið hér áfram. Velkomið er að senda börnin í skólann – þið metið stöðuna sjálf.
Kær kveðja, stjórnendur.

Um víða veröld

IMG_6054 IMG_6036 IMG_6033Frá því í byrjun nóvember hafa nemendur í 9. bekk unnið að stóru hópverkefni um heimsálfurnar. Verkefnið byggir á umfjöllum tengda námsefninu Um víða veröld. Nemendur fengu frjálsar hendur um það hvernig þeir skiluðu vinnu sinni af sér og mátti sjá fjölbreyttan afrakstur. Nemendur tóku ýmist fyrir eitt land og kynntu sér það á dýptina, eða eina heimsálfu eða hluta úr heimsálfu. Vinna við verkefni reyndi á samþættingu ýmissa námsgreina, s.s. stærðfræði, sögu, íslensku, listsköpun og upplýsinga- og tæknimennt. Sumir hópar úrbjuggu líkan af landinu/álfunni og margir komu með hluti sem tengdust viðfangsefninu. Þá mátti smakka matvæli frá sumum löndum. Foreldrum og starfsfólki skólans var boðið að koma kynna sér afraksturinn og voru nemendur mjög fúsir að segja frá nýrri þekkingu sinni og sýna vinnuna. Fleiri myndir eru komnar á myndasíðu skólans.

Rithöfundur í heimsókn

Nála-riddarasaga1

Í dag heimsótti Eva Þengilsdóttir rithöfundur nemendur í 1. – 4. bekk og sagði þeim frá nýrri bók sinni, Nála – riddarasaga. Hún sagði þeim frá aðdraganda þess að hún skrifaði bókina, en hann er sá að móður Evu saumaði út stórt veggteppi með riddaramyndum.

Eva varpaði upp myndum úr bókinni og las fyrir krakkana sem sýndu bókinni mikinn áhuga. Skemmtilegar spurningar og vangaveltur komu frá nemendum í kjölfar lestursins.

Við fögnum því hér í Oddeyrarskóla þegar við fáum rithöfunda í heimsókn því við vitum að það glæðir áhuga barnanna á lestri og býður upp á ýmsar vangaveltur um það hvernig sögur verða til.

Fyrir þá sem vilja kynna sér þessa sögu þá verður Eva að lesa upp í Eymundsson í kvöld.

Þrumugleði í frístund

IMG_2622 IMG_2620Í gær var haldin þrumugleði í frístund. Krakkarnir máttu taka með sér leikföng að heiman og léku sér saman í íþróttasalnum. Allir voru glaðir og skemmtu sér konunglega! Fleiri myndir eru á myndasíðu skólans.

Óveður

veðurÞegar veður eru válynd er reglan sú að  foreldrar meta hvort þeir treysta börnunum til að fara í eða úr skóla. Starfsfólk er til taks í skólanum en skóla er ekki aflýst nema í allra verstu veðrum, og er það þá gert með auglýsingu í útvarpi fyrir alla grunnskóla Akureyrarbæjar.
Ef foreldrar meta það svo að þeir treysti sér ekki til að senda barnið i skólann vegna veðurs eru þeir beðnir um að tilkynna það í síma 460-9550 eða með tölvupósti á netfangið oddeyrarskoli@akureyri.is og barnið verður þá skráð í leyfi.