7. bekkur á Iðavelli í morgun

Í morgun fór 7. bekkur í árlega jólaheimsókn á Leikskólann Iðavöll til að lesa fyrir börnin. Í þetta sinn voru lesnar jólasögur en þetta er liður í undirbúningi nemenda fyrir Stóru upplestrarkeppnina. Heimsóknin vakti mikla kátínu og nutu sín allir, stórir sem smáir. Eftir lesturinn var boðið í djús og piparkökur og fóru 7. bekkingar svo út að leika með þeim yngri. Frábær ferð í yndislegri vetrarblíðu.

 

 

+×+¦rarinn, +ìsak og Benni+×+¦rarinn  Björg og Sylvía Dísa Fín mynd +×+¦rarinnKrakkar í djús Krakkar í snjó Snjómynd Unnar og fl.

Síðast uppfært 12.12 2014