Litlu jólin í Oddeyrarskóla

jólLitlu jólin verða haldin hér í Oddeyrarskóla föstudaginn 19. desember.

Nú verður sú nýbreytni að við verðum öll á sama tíma á litlu jólum. Dagskráin verður þó með svipuðum hætti og áður:

Allir nemendur mæta í sína heimastofu kl. 9:30 og þar verður hátíðleg stund með umsjónarkennurum. Kl. 10:00 hringir skólastjóri alla á jólaball í salnum þar sem við syngjum og dönsum saman í kringum jólatré. Að því loknu förum við aftur stutta stund í kennslustofur. Við gerum ráð fyrir að skóla ljúki um kl. 11.

Þar sem við ætlum að eiga hátíðlega stund saman er við hæfi að mæta í betri fötunum.

Síðast uppfært 12.12 2014