Góður skíðadagur

Skíðaferð-mars 2015nr130Þriðjudaginn 24. mars fóru nemendur Oddeyrarskóla í Hlíðarfjall. Nemendur fóru ýmist á skíði, bretti eða sleða. Á myndasíðu skólans má sjá myndir sem Þórarinn Torfason tók þennan dag.

Byrjendalæsi

gummi 3 002  gummi 2 001

Samþættingarverkefni í 3. og 4. bekk

Nemendur í 3. og 4. bekk unnu saman að stórskemmtilegu samþættingarverkefni í Byrjendalæsi, samfélagsgreinum, myndmennt, textílmennt og upplýsingamennt. Grunnbókin sem við unnum út frá heitir Gummi fer í fjallgöngu eftir Dagbjörtu Ásgeirsdóttur. Einnig unnum við með Komdu og skoðaðu fjöllin, kortabækur og upplýsingar af netinu.

 

Markmiðin með verkefninu voru að:

  • auka samvinnu árganga í þriðja og fjórða bekk
  • auka lestrarfærni nemanda
  • allir fengju námsefni við hæfi
  • bæta ritun nemenda
  • hvetja til sjálfstæðra vinnubragða og auka skapandi starf
  • auka leshraða, lesskilning og lestrargleði

Nemendur útbjuggu sér verkefnamöppur sem þeir söfnuðu verkefnunum sínum í. Hver hópur fékk sérstakt blað sem nemendur merktu inn á þegar þeir luku við hvert verkefni en það hjálpaði þeim að halda utan um námsframvindu þeirra. Mikil áhersla var á skapandi vinnu. Nemendur útbjuggu dúskafjall og teiknuðu mynd af fjalli sem þeir notuðu sem fyrirmynd til að þæfa listaverk eftir.

Það er skemmst frá því að segja að verkefnið lukkaðist virkilega vel. Nemendur voru áhugasamir og mikil námsgleði réði ríkjum.

Fleiri myndir frá verkefninu má sjá á myndasíðu skólans.

Nemendur og starfsfólk fylgjast með sólmyrkvanum

sólmyrkvi sólmyrkvi1 Í dag var mesti sólmyrkvi sem orðið hefur á Íslandi í 61 ár. Af því tilefni fengum við send sólmyrkvagleraugu fyrir alla nemendur og starfsmenn skólans. Þetta gerði okkur kleift að geta notið myrkvans á öruggan hátt. Þetta var einstök upplifun og á meðfylgjandi myndum má sjá nokkra nemendur og starfsfólk skólans fylgjast frannt með sólmyrkvanum. Fleiri myndir eru væntalegar á myndasíðu skólans.

Skólahreysti og upplestrarkeppni á morgun

Skólahreysti logoEftir hádegi á morgun, miðvikudag tekur Oddeyrarskóli þátt í skólahreysti í íþróttahöllinni. Nemendur í 5.-10. bekk munu fjölmenna í íþróttahöllina um hádegið og ljúka skóladeginum þar. Erfitt er að áætla um hvenær keppni lýkur. Litur Oddeyrarskóla er appelsínugulur og við hvetjum alla til að mæta í þeim lit ef þeir geta.

Fulltrúar okkar úr 7. bekk munu síðan taka þátt í stóru upplestrarkeppninni kl. 17 á morgun. Keppnin er að vanda haldin í Kvosinni í Menntaskólanum á Akureyri.

Allir nemendur skólans fengu skyndihjálparkynningu

skyndihjálpSíðastliðinn þriðjudag heimsótti Björn Björnsson frá Rauða krossinum alla nemendur skólans og kynnti þeim skyndihjálp. Þetta boð kom í tilefni af því að Rauði krossinn á Íslandi fagnar 90 ára afmæli félagsins um þessar mundir. Skyndihjálp er eitt elsta og mikilvægasta verkefni Rauða krossins.

Á kynningunni fengu nemendur fræðslu um það hvernig  beita megi endurlífgun, losa aðskotahluti úr öndunarvegi, stöðva blæðingu og kæla bruna.

Nemendur fengu einnig kynningu á nýju skyndihjálpar appi sem þeir geta hlaðið í símana sína. Appið getur hjálpað fólki þegar það lendir í aðstæðum þar sem það þarf að beita skyndihjálp.

Einnig fengu nemendur að heyra skyndihjálparlagið, en það mað má nálgast hér.

Innritun í grunnskóla

logo -stafalaustÞessa dagana stendur yfir innritun í grunnskóla bæjarins fyrir næsta vetur og er innritunarfrestur til 27. febrúar nk.

Innritunin er fyrst og fremst auglýst meðal foreldra barna sem fædd eru árið 2009 (verðandi 1. bekkur), en rétt er að vekja einnig athygli á því að ef foreldrar óska eftir að skipta um skóla fyrir börn sín þarf að sækja um í nýjum skóla fyrir þennan tíma. Vegna skipulagningar skólanna fyrir næsta skólaár er mjög mikilvægt að innritunum ljúki tímanlega.

Skólarnir hafa opin hús á mánudag og þriðjudag í næstu viku þar sem kostur gefst á að skoða og kynna sér starfið, tímasetningar má nálgast á vefslóðinni hér fyrir neðan. Af gefnu tilefni skal tekið fram að ekki þarf að innrita nemendur aftur í sama skóla og þeir ganga í nú þegar, aðeins ef óskað er eftir að þeir skipti um skóla.

Innritunarreglur, tímasetningar kynninga/opinna húsa, eyðublöð og rafrænt form fyrir umsóknir um grunnskóla má nálgast á heimasíðu skóladeildar.

Skólaval hjá grunnskólum Akureyrar

logo -stafalaustForeldrum stendur  til boða að velja í hvaða skóla börn þeirra fara í samræmi við skólastefnu Akureyrarbæjar og fjölskyldustefnu. Það er mikilvægt að foreldrar kynni sér starfsemi skólanna vel og hvað þeir hafa upp á að bjóða. Á heimasíðu skóladeildar Akureyrarbæjar er að finna stutt ágrip um starfsemi allra skólanna og yfirlit yfir sérúrræði.

Hver skóli er með kynningarfund, opið hús, fyrir foreldra barna sem hefja nám í grunnskóla haustið 2015. Umsóknarfrestur um skólavist rennur út 27. febrúar næstkomandi.

Kynning/opið hús, verður í grunnskólum Akureyrar 23. og 24. febrúar næstkomandi kl. 9:00-11:00

Mánudagur 23. febrúar
Brekkuskóli
Lundarskóli
Naustaskóli
Oddeyrarskóli

Þriðjudagur 24. febrúar
Giljaskóli
Glerárskóli
Síðuskóli

Fulltrúar Oddeyrarskóla í Stóru upplestrarkeppninni

Upplestrarkeppni 2015 059Krakkarnir í 7. bekk hafa í vetur tekið þátt í æfingum fyrir Stóru upplestrarkeppnina. Þeir hafa staðið sig vel að vinna ýmsar upplestraræfingar, æfa upplestur á ljóðum og texta og halda kynningar. Í morgun var undankeppni Stóru upplestrarkeppninnar haldin hér í Oddeyrarskóla. Nemendur lásu allir kaflabrot úr bókinni Ertu Guð afi? eftir Þorgrím Þráinsson, ljóð eftir Erlu (Guðfinnu Þorsteinsdóttur) og að lokum sjálfvalið ljóð.

Fulltrúar Oddeyrarskóla að þessu sinni verða Björg Elva Friðfinnsdóttir og Lilja Katrín Jóhannsdóttir. Varamaður er Hinrik Örn Halldórsson. Við óskum þeim innilega til hamingju með góðan árangur. Nemendur voru allir virkilega flottir og góðir áheyrendur og sýndu þeim sem stóðu í pontu mikla virðingu.

Nú fara þremenningarnir í frekari þjálfun til að vera enn betur undirbúnir undir lokakeppnina.

L0kakeppni Stóru upplestrarkeppninnar verður haldin í Menntaskólanum á Akureyri miðvikudaginn 11. mars kl. 17:00.

Til foreldra vegna skráningar í nemenda- og foreldraviðtöl

logo -stafalaustNú hefur verið opnað fyrir skráningar í nemenda- og foreldraviðtöl sem (flest) verða mánudaginn 16. febrúar. Einstaka kennarar bjóða upp á viðtöl fyrir helgina líka þar sem nemendur eru margir í árgangi.
Ef ykkur tekst ekki að bóka viðtal á Mentor getið þið haft samband við umsjónarkennara.

Við hvetjum ykkur sem eigið fleiri en eitt barn í skólanum að bóka viðtölin sem allra fyrst til að ná samliggjandi tímum fyrir börnin ykkar.

Einnig hvetjum við ykkur öll til að setjast sem fyrst með börnum ykkar og fylla út frammistöðumatið í Mentor ef það er ekki búið nú þegar. Það er mjög mikilvægt að nemendur taki þátt í þessu og eigi samræður við ykkur foreldrana um námið, það eflir vitund þeirra og ábyrgð á námi sínu og frammistöðu. Þetta þarf að gera í dag eða á morgun. Frammistöðumat verður birt miðvikudaginn 11. febrúar og eftir það er ekki hægt að fylla inn í það. Nauðsynlegt er að allir séu búnir að ljúka skráningu fyrir föstudaginn næstkomandi.
Gangi ykkur vel 🙂

Undankeppni í skólahreysti haldin í Oddeyrarskóla í dag

Fulltrúar Oddeyrarskóla í skólahreysti

Fulltrúar Oddeyrarskóla í skólahreysti

Í dag stóð Heimir Örn íþróttakennari skólans fyrir skemmtilegri undankeppni í skólahreysti. Margir nemendur tóku þátt og stóðu þeir sig frábærlega. Það var góð stemning í húsinu og fullt af fólki að horfa á.

Þau sem stóðu sig best og verða því fulltrúar skólans eftir 5 vikur eru:

Strákar:

  • Axel 8.bekk upphýfingar og dýfur
  • Don 10.bekk  hraðaþraut
  • Birkir 10.bekk er varamaður

Stelpur:

  • Ágústa Jenný 9.bekk hraðaþraut
  • Birta Júlía 9.bekk armbeygjur og hanga
  • Elísabet Ingibjörg 10.bekk varamaður