Skólaval hjá grunnskólum Akureyrar

logo -stafalaustForeldrum stendur  til boða að velja í hvaða skóla börn þeirra fara í samræmi við skólastefnu Akureyrarbæjar og fjölskyldustefnu. Það er mikilvægt að foreldrar kynni sér starfsemi skólanna vel og hvað þeir hafa upp á að bjóða. Á heimasíðu skóladeildar Akureyrarbæjar er að finna stutt ágrip um starfsemi allra skólanna og yfirlit yfir sérúrræði.

Hver skóli er með kynningarfund, opið hús, fyrir foreldra barna sem hefja nám í grunnskóla haustið 2015. Umsóknarfrestur um skólavist rennur út 27. febrúar næstkomandi.

Kynning/opið hús, verður í grunnskólum Akureyrar 23. og 24. febrúar næstkomandi kl. 9:00-11:00

Mánudagur 23. febrúar
Brekkuskóli
Lundarskóli
Naustaskóli
Oddeyrarskóli

Þriðjudagur 24. febrúar
Giljaskóli
Glerárskóli
Síðuskóli

Síðast uppfært 13.02 2015