Fulltrúar Oddeyrarskóla í Stóru upplestrarkeppninni

Upplestrarkeppni 2015 059Krakkarnir í 7. bekk hafa í vetur tekið þátt í æfingum fyrir Stóru upplestrarkeppnina. Þeir hafa staðið sig vel að vinna ýmsar upplestraræfingar, æfa upplestur á ljóðum og texta og halda kynningar. Í morgun var undankeppni Stóru upplestrarkeppninnar haldin hér í Oddeyrarskóla. Nemendur lásu allir kaflabrot úr bókinni Ertu Guð afi? eftir Þorgrím Þráinsson, ljóð eftir Erlu (Guðfinnu Þorsteinsdóttur) og að lokum sjálfvalið ljóð.

Fulltrúar Oddeyrarskóla að þessu sinni verða Björg Elva Friðfinnsdóttir og Lilja Katrín Jóhannsdóttir. Varamaður er Hinrik Örn Halldórsson. Við óskum þeim innilega til hamingju með góðan árangur. Nemendur voru allir virkilega flottir og góðir áheyrendur og sýndu þeim sem stóðu í pontu mikla virðingu.

Nú fara þremenningarnir í frekari þjálfun til að vera enn betur undirbúnir undir lokakeppnina.

L0kakeppni Stóru upplestrarkeppninnar verður haldin í Menntaskólanum á Akureyri miðvikudaginn 11. mars kl. 17:00.

Síðast uppfært 12.02 2015