Byrjendalæsi

gummi 3 002  gummi 2 001

Samþættingarverkefni í 3. og 4. bekk

Nemendur í 3. og 4. bekk unnu saman að stórskemmtilegu samþættingarverkefni í Byrjendalæsi, samfélagsgreinum, myndmennt, textílmennt og upplýsingamennt. Grunnbókin sem við unnum út frá heitir Gummi fer í fjallgöngu eftir Dagbjörtu Ásgeirsdóttur. Einnig unnum við með Komdu og skoðaðu fjöllin, kortabækur og upplýsingar af netinu.

 

Markmiðin með verkefninu voru að:

  • auka samvinnu árganga í þriðja og fjórða bekk
  • auka lestrarfærni nemanda
  • allir fengju námsefni við hæfi
  • bæta ritun nemenda
  • hvetja til sjálfstæðra vinnubragða og auka skapandi starf
  • auka leshraða, lesskilning og lestrargleði

Nemendur útbjuggu sér verkefnamöppur sem þeir söfnuðu verkefnunum sínum í. Hver hópur fékk sérstakt blað sem nemendur merktu inn á þegar þeir luku við hvert verkefni en það hjálpaði þeim að halda utan um námsframvindu þeirra. Mikil áhersla var á skapandi vinnu. Nemendur útbjuggu dúskafjall og teiknuðu mynd af fjalli sem þeir notuðu sem fyrirmynd til að þæfa listaverk eftir.

Það er skemmst frá því að segja að verkefnið lukkaðist virkilega vel. Nemendur voru áhugasamir og mikil námsgleði réði ríkjum.

Fleiri myndir frá verkefninu má sjá á myndasíðu skólans.

Síðast uppfært 24.03 2015