Allir nemendur skólans fengu skyndihjálparkynningu

skyndihjálpSíðastliðinn þriðjudag heimsótti Björn Björnsson frá Rauða krossinum alla nemendur skólans og kynnti þeim skyndihjálp. Þetta boð kom í tilefni af því að Rauði krossinn á Íslandi fagnar 90 ára afmæli félagsins um þessar mundir. Skyndihjálp er eitt elsta og mikilvægasta verkefni Rauða krossins.

Á kynningunni fengu nemendur fræðslu um það hvernig  beita megi endurlífgun, losa aðskotahluti úr öndunarvegi, stöðva blæðingu og kæla bruna.

Nemendur fengu einnig kynningu á nýju skyndihjálpar appi sem þeir geta hlaðið í símana sína. Appið getur hjálpað fólki þegar það lendir í aðstæðum þar sem það þarf að beita skyndihjálp.

Einnig fengu nemendur að heyra skyndihjálparlagið, en það mað má nálgast hér.

Síðast uppfært 27.02 2015