Skólahreysti og upplestrarkeppni á morgun

Skólahreysti logoEftir hádegi á morgun, miðvikudag tekur Oddeyrarskóli þátt í skólahreysti í íþróttahöllinni. Nemendur í 5.-10. bekk munu fjölmenna í íþróttahöllina um hádegið og ljúka skóladeginum þar. Erfitt er að áætla um hvenær keppni lýkur. Litur Oddeyrarskóla er appelsínugulur og við hvetjum alla til að mæta í þeim lit ef þeir geta.

Fulltrúar okkar úr 7. bekk munu síðan taka þátt í stóru upplestrarkeppninni kl. 17 á morgun. Keppnin er að vanda haldin í Kvosinni í Menntaskólanum á Akureyri.

Síðast uppfært 10.03 2015