Gleðilegt nýtt ár!

2016-new-yearVið óskum nemendum okkar og skólasamfélaginu öllu gleðilegs nýs árs, þökkum fyrir það gamla og vonum að nýja árið verði öllum gott og gæfuríkt.

Skólastarf hefst á ný þriðjudaginn 5. janúar, en á morgun, mánudaginn 4. janúar er starfsdagur hjá kennurum.

Hlökkum til að sjá ykkur öll á nýju ári!

Jólahefðir í algleymingi

jólaballÞessi vika er viðburðarík hjá okkur í Oddeyrarskóla.

Á morgun, þriðjudaginn 15. desember er haldin hæfileikakeppni í skólanum og fá þá allir áhugasamir nemendur skólans tækifæri til að stíga á stokk og sýna hvað í þeim býr.

Á miðvikudaginn skerum við laufabrauð sem verður steikt í heimilisfræðistofunni. Þá munu þær Hrafnhildur og Laufey í eldhúsinu bjóða upp á hátíðarmat í hádeginu og geta nemendur gætt sér á nýsteiktu laufabrauðinu með.

Á fimmtudaginn verða nemendur í 9. bekk með kaffihús í raungreinastofunni þar sem boðið verður upp á heitt kakó og piparkökur.

Á föstudaginn eru stofujól og litlu jól. Þá mæta nemendur til umsjónarkennara kl. 9:00 og svo dönsum við í kringum jólatréð kl. 9:30 við undirleik Ármanns Einarssonar. Hver veit nema góðir gestir líti við?

Við hlökkum til samverustundanna með nemendum Oddeyrarskóla í vikunni.

Hour of code – klukkustund kóðunar

20151207_105658 hour-of-code-logoOddeyrarskóli tekur þessa vikuna þátt í alþjóðlegu verkefni í forritun sem gengur undir nafninu The Hour of code, eða klukkustund kóðunar. Þátttakendur verkefnisins eru úr öllum heiminum, frá amk. 180 löndum. Kristín Bergþóra Jónsdóttir og Margrét Aðalgeirsdóttir halda utanum verkefnið hér í Oddeyrarskóla.

The Hour of Code er klukkustundar kynning á tölvunarfræði sem ætlað er að sýna fólki fram á að hver sem er getur lært grunnatriði forritunar. Verkefnið er talið henta fólki á aldrinum 4-104 ára 🙂

Nemendur á miðstigi Oddeyrarskóla riðu á vaðið í morgun og fór verkefnið afskaplega vel af stað. Öllum nemendum skólans verður gert kleift að taka þátt í verkefninu í þessari viku.

Haldið upp á fullveldisdaginn – frétt í sjónvarpsfréttum RÚV

IMG_5387

Hér voru steiktar lummur í morgunsárið

IMG_5410

Frábærir krakkar í Oddeyrarskóla!

Í dag héldum við upp á fullveldisdaginn. Nemendur mættu spariklæddir í tilefni dagsins. Haldin var samkoma á sal þar sem við fengum að heyra fróðleiksmola Þórarins um fullveldisdaginn, fullveldisárið 1918 og íslenska fánann. Síðan sungum við nokkur lög og loks fengu allir að gæða sér á nýsteiktum lummum með mjólk.

Fréttamen RÚV litu við og má sjá fréttina á 20. mínútu hér: http://ruv.is/sarpurinn/ruv/frettir/20151201

Ástæða þess að nemendur veifa rúmenska fánanum á myndinni hér til hliðar er sú að við erum með rúmenska gesti í skólanum þessa viku. Þeir héldu í dag upp á þjóðhátíðardaginn sinn og mættu af því tilefni í þjóðbúningum og gáfu nemendum skólans rúmenska fánann. Það var því tvöfalt tilefni til að fagna.

Rúmenskir listamenn heimsækja nemendur Oddeyrarskóla

thumb_16_default_big FullSizeRenderRúmenska menningarmiðstöðin Bratianu í Arges í Rúmeníu stendur í samstarfi við skóla á Akureyri fyrir verkefni sem kallast „Kynning á rúmenskri menningu með listasmiðjum og frásögnum fyrir samfélagið á Akureyri“.

Samstarfið er fjármagnað af stærra verefni sem kallast “Stuðlað að fjölbreytni í menningu og listum innan evrópsks menningararfs”. Verkefninu er stýrt af ráðuneyti menningarmála í Rúmeníu.

Tilgangurinn er að auka skilning á ólíkum menningarheimum og styrkja samskipti ólíkra þjóða. Markmiðið er að ná til stofnana sveitarfélagsins í gegnum vinnu með nemendum Oddeyrarskóla. Boðið verður upp á smiðjur í skólanum þar sem nemendur og starfsfólk kynnast ýmsu handverki frá Rúmeníu. Smiðjurnar verða dagana 1.-4. desember.

 

Fullveldisdagurinn 1. desember, mætum í sparifötum

crop_500xÁ þriðjudaginn, 1. desember ætlum við að halda upp á fullveldisdaginn hér í Oddeyrarskóla. Af því tilefni ætlum við að hafa sparifatadag, því eru allir beðnir um að koma í betri fötunum  þennan dag. Við förum inn á sal og fræðumst um fullveldið og íslenska fánann, syngjum nokkur lög og fáum að smakka á góðgæti.

Í framhaldinu verður spilastund. Nemendur mið- og unglingastigs munu spila félagsvist á sal skólans og nemendur 1. bekkjar æfa sig að spila „félags-Ólsen, Ólsen“. Krakkarnir í 2. – 4. bekk fara í Samkomuhúsið og fá að sjá leiksýninguna um Grýlu.

Heimsókn til organista Akureyrarkirkju

Þann 3. nóvember síðastliðinn fóru krakkarnir í tónsmiðju í heimsókn til Eyþórs Inga Jónssonar organista Akureyrarkirkju. Eyþór fræddi nemendur um orgelið og gaf öllum tækifæri til að leika á þetta frábæra hljóðfæri. Nemendur fengu að kíkja inn í orgelið til að sjá hvernig það er uppbyggt. Við þökkum Eyþóri fyrir frábæra stund í kirkjunni og áhugaverða kennslu. Fleiri myndir frá heimsókninni má sjá á myndasíðu skólans.IMG_8872 IMG_8899

Nemenda- og foreldraviðtöl á morgun og starfsdagar á fimmtudag og föstudag

logo -stafalaustMiðvikudaginn 17. nóvember eru nemenda- og foreldraviðtöl í Oddeyrarskóla. Foreldrar hafa skráð sig í viðtöl hjá umsjónarkennara. Á fimmtudag og föstudag leggja starfsmenn skólans í langferð, þar sem til stendur að heimsækja skóla á Stór-Reykjavíkursvæðinu. Nemendur eru í fríi þessa daga og lokað verður í Frístund.

Nemendur mæti því næst í skólann mánudaginn 23. nóvember.

Saumavélakennsla

20151020_090433   20151015_125238

Nemendur í 3.og 4.bekk hafa verið að læra á saumavélar undanfarna daga. Þau eru afar áhugasöm um vélarnar og einbeiting skín úr hverju andliti þegar þau æfa sig. Þau hafa líka verið að læra að lita efni með fatalit en efnið nota þau síðan til að nýta saumavélakunnáttuna og sauma sér púða. Eins og sjá má á myndunum eru þetta einbeittir og vandvirkir nemendur :). Fleiri myndir má finna á myndasíðu skólans.