Heimsókn til organista Akureyrarkirkju

Þann 3. nóvember síðastliðinn fóru krakkarnir í tónsmiðju í heimsókn til Eyþórs Inga Jónssonar organista Akureyrarkirkju. Eyþór fræddi nemendur um orgelið og gaf öllum tækifæri til að leika á þetta frábæra hljóðfæri. Nemendur fengu að kíkja inn í orgelið til að sjá hvernig það er uppbyggt. Við þökkum Eyþóri fyrir frábæra stund í kirkjunni og áhugaverða kennslu. Fleiri myndir frá heimsókninni má sjá á myndasíðu skólans.IMG_8872 IMG_8899

Síðast uppfært 25.11 2015