Hour of code – klukkustund kóðunar

20151207_105658 hour-of-code-logoOddeyrarskóli tekur þessa vikuna þátt í alþjóðlegu verkefni í forritun sem gengur undir nafninu The Hour of code, eða klukkustund kóðunar. Þátttakendur verkefnisins eru úr öllum heiminum, frá amk. 180 löndum. Kristín Bergþóra Jónsdóttir og Margrét Aðalgeirsdóttir halda utanum verkefnið hér í Oddeyrarskóla.

The Hour of Code er klukkustundar kynning á tölvunarfræði sem ætlað er að sýna fólki fram á að hver sem er getur lært grunnatriði forritunar. Verkefnið er talið henta fólki á aldrinum 4-104 ára 🙂

Nemendur á miðstigi Oddeyrarskóla riðu á vaðið í morgun og fór verkefnið afskaplega vel af stað. Öllum nemendum skólans verður gert kleift að taka þátt í verkefninu í þessari viku.

Síðast uppfært 07.12 2015