Jólahefðir í algleymingi

jólaballÞessi vika er viðburðarík hjá okkur í Oddeyrarskóla.

Á morgun, þriðjudaginn 15. desember er haldin hæfileikakeppni í skólanum og fá þá allir áhugasamir nemendur skólans tækifæri til að stíga á stokk og sýna hvað í þeim býr.

Á miðvikudaginn skerum við laufabrauð sem verður steikt í heimilisfræðistofunni. Þá munu þær Hrafnhildur og Laufey í eldhúsinu bjóða upp á hátíðarmat í hádeginu og geta nemendur gætt sér á nýsteiktu laufabrauðinu með.

Á fimmtudaginn verða nemendur í 9. bekk með kaffihús í raungreinastofunni þar sem boðið verður upp á heitt kakó og piparkökur.

Á föstudaginn eru stofujól og litlu jól. Þá mæta nemendur til umsjónarkennara kl. 9:00 og svo dönsum við í kringum jólatréð kl. 9:30 við undirleik Ármanns Einarssonar. Hver veit nema góðir gestir líti við?

Við hlökkum til samverustundanna með nemendum Oddeyrarskóla í vikunni.

Síðast uppfært 14.12 2015