Rúmenskir listamenn heimsækja nemendur Oddeyrarskóla

thumb_16_default_big FullSizeRenderRúmenska menningarmiðstöðin Bratianu í Arges í Rúmeníu stendur í samstarfi við skóla á Akureyri fyrir verkefni sem kallast „Kynning á rúmenskri menningu með listasmiðjum og frásögnum fyrir samfélagið á Akureyri“.

Samstarfið er fjármagnað af stærra verefni sem kallast “Stuðlað að fjölbreytni í menningu og listum innan evrópsks menningararfs”. Verkefninu er stýrt af ráðuneyti menningarmála í Rúmeníu.

Tilgangurinn er að auka skilning á ólíkum menningarheimum og styrkja samskipti ólíkra þjóða. Markmiðið er að ná til stofnana sveitarfélagsins í gegnum vinnu með nemendum Oddeyrarskóla. Boðið verður upp á smiðjur í skólanum þar sem nemendur og starfsfólk kynnast ýmsu handverki frá Rúmeníu. Smiðjurnar verða dagana 1.-4. desember.

 

Síðast uppfært 30.11 2015