Tannlæknar barna – skilaboð frá hjúkrunarfræðingi

healthy-toothSamningur Sjúkratrygginga Íslands (SÍ) og Tannlæknafélags Íslands um tannlækningar barna, sem tók gildi þann 15. maí 2013 mun taka til 8 og 9 ára barna  frá og með 1. janúar 2015.

Tannlækningar eru greiddar að fullu af Sjúkratryggingum Íslands fyrir utan 2.500 kr., árlegt komugjald.

Samningurinn tekur einnig til allra barna í bráðavanda, að ákveðnum skilyrðum uppfylltum, óháð áfangaskiptingu samningsins.

Forsenda greiðsluþátttöku SÍ er skráning barna hjá heimilistannlækni en nú þegar hafa um 50.000  börn verið skráð.

Gjaldfrjálsar tannlækningar hafa komið inn í skrefum frá 15. maí 2013, í upphafi tók samningurinn til 15,16 og 17 ára barna en síðan hafa bæst við 3ja, 10, 11, 12 13 og 14 ára börn og nú 1. janúar 2015 bætast við 8 og 9 ára börn.  Frá og með 1. janúar 2018 munu öll börn yngri en 18 ára falla undir samninginn.

Síðast uppfært 08.01 2015