Síðbúin desembertengja

Nú er desembertengjan loksins komin í loftið og er hún að vanda undir flipanum Tengja sem sjá má hér fyrir ofan. Desembertengjan inniheldur skemmtilegar myndir frá hæfileikakeppninni og frá kaffihúsi sem 9. bekkurinn hélt utanum. Einnig er þar að finna fréttir um niðurstöður samræmdra könnunarprófa og skólapúlsins.

Janúartengjan, sem inniber allar nauðsynlegar upplýsingar um skipulag árshátíðar er væntanleg undir lok næstu viku.

Síðast uppfært 07.01 2015