Nemendum 1. bekkjar boðið upp á skíðkennslu í Hlíðarfjalli um helgina

skíða- og brettaskólinn HlíðarfjalliSkíða- og brettaskólinn í Hlíðarfjalli býður 1. bekkingum á Akureyri að koma í tveggja tíma kennslu á skíðum eða bretti þeim að kostnaðarlausu. Nemendum í 1. bekk í Oddeyrarskóla er boðið að koma laugardaginn 17. janúar eða sunnudaginn 18. janúar frá kl. 10-12. Það þarf að panta kennsluna á heimasíðu Hlíðarfjalls,www.hlidarfjall.is fyrir kl. 17 fimmtudaginn 15. janúar. Til að skrá sig í skólann er farið inn á eftirfarandi tengil: http://www.hlidarfjall.is/is/skidaskolinn/barnaskidaskolinn/skraningarblad-i-skidaskolann

Við skráningu þarf að skrifa nafn skólans í dálkinn „Annað“. Einnig þarf að merkja við ef óskað er eftir búnaði úr leigunni, hann er einnig ykkur að kostnaðarlausu. Í leigunni er hægt að fá hjálm.

Á skráningarblaðinu þarf að skrá getu:

  • 0 stig (þeir sem ekki kunna að stoppa)
  • 1-2 stig (geta bjargað sér í Hólabraut/diskalyftu, beygt og stoppað)
  • 3+ (geta farið í stólalyftuna)

 Mikilvægt er að mæta tímalega, sérstaklega ef búnaður er fenginn úr leigunni. Nánari upplýsingar í síma 462-2280 eða skidaskoli@hlidarfjall.is

Með skíðakveðju, Skíða- og brettaskólinn í Hlíðarfjalli

Síðast uppfært 14.01 2015