Hausthátíð Oddeyrarskóla verður haldin á morgun, laugardaginn 12. september

Hausthátíð foreldrafélags Oddeyrarskóla verður haldin laugardaginn 12. september og hefst hún kl. 11. Vlogo -stafalaustið ætlum að leika okkur saman um stund og njóta samveru með börnunum okkar, samnemendum þeirra, starfsfólki skólans og foreldrum.

Við munum breyta út af vananum þessa hausthátíðina og í stað þess að fara í skrúðgöngu ætlum við að fara í leiki á svæðinu og jafnvel að efna til keppni á milli bekkja, foreldra eða starfsfólks skólans.

Svo minnum við á litaþema bekkjana og um að gera að þeir komi hver í sínum lit ef taka á á því í keppnin við aðra innan skólans.

1. bekkur – gulur
2. bekkur – rauður
3. bekkur – grænn
4. bekkur – blár
5. bekkur – svartur
6. bekkur – hvítur
7. bekkur – fjólublár
8. bekkur – brúnn
9. bekkur – bleikur
10. bekkur – appelsínugulur

Svo ætlar 10.bekkur að grilla pylsur ofan í mannskapinn að því loknu. Við hvetjum alla til að mæta og gera sér glaðan dag.

Andlitsmálun verður í boði frá kl. 10.30.

1. bekkur er sérlega boðinn velkominn!

Mætum öll og eigum glaðan dag,

kveðja foreldrafélagið.

Síðast uppfært 12.09 2015