Hafragrautur

hafragrauturHafragrautur er nú í boði fyrir alla nemendur skólans í upphafi dags og fyrir nemendur á mið- og unglingastigi í frímínútum um miðjan morgunn. Grauturinn hefur mælst vel fyrir, en það er þó meira um að eldri nemendur nýti sér þetta góða boð. Grauturinn er framreiddur á tímabilinu 7:45 – 8:10. Boðið er upp á rúsínur með hafragrautnum en engan sykur.

Stjórn foreldrafélagsins hefur ákveðið að styðja við okkur með hráefniskaupum í tvo mánuði á meðan við sjáum hver nýtingin verður. Við þökkum innilega fyrir þann stuðning.

 

Síðast uppfært 14.09 2015