Á morgun, þriðjudaginn 6. október, verður fjölgreindardagur hjá okkur í Oddeyrarskóla.
Þá mæta nemendur að vanda kl. 8:10 og er þá raðað niður í hópa, þvert á bekki. Gætt er að því að nemendur í 1. bekk verði með vini sínum í 8. bekk í hóp.
Á þessum degi fylgjum við ekki stundaskrá og lýkur skóladegi kl. 12:15. Nemendur sem eru skráðir í Frístund fara beint þangað að loknum skóladegi.
Þessi dagur hefur alltaf verið einstaklega vel heppnaður en ekki við öðru að búast nú.
Hvetjum alla til að vera mættir stundvíslega svo röðun í hópa gangi vel fyrir sig.
Síðast uppfært 05.10 2015