Krakkakosningar 2016 í Oddeyrarskóla

Í dag voru haldnar Krakkakosningar í Oddeyrarskóla, hjá mið- og unglingastigi. Nemendur höfðu fengið kynningu frá öllum flokkum sem eru í framboði til Alþingiskosninga. http://krakkaruv.is/krakkakosningar

Nemendur voru áhugasamir og fannst mjög spennandi að taka þátt í þessum kosningum. Útbúinn var kjörstaður og settir upp kjörklefar. Nemendur fóru í sína kjördeild, gáfu upp fullt nafn og heimilisfang og fengu afhenda kjörseðla. Nemendur í 10. bekk sáu um að manna kjörstað og fengu m.a. þau hlutverk að taka á móti nemendum, vísa til sætis og bjóða nemendur velkomna. Nemendur í 10. bekk hafa í þjóðfélagsfræði unnið stórt verkefni um stjórnmál og tengist vinna þeirra m.a. kosningunum í dag.

Þetta gekk mjög vel og voru nemendur mjög ánægðir í lok kosninganna. Niðurstöður verða sendar inn á krakkarúv og úrslit allra krakkakosninga tilkynnt í sjónvarpinu á kosningadag.

Hér má sjá stutt myndbrot frá kosningunum.

https://drive.google.com/open?id=1DNPFVGg4raIlx_ydPkMrnwbj2KSFoUAW-Q

Nemendur kjósa í kjördeild 9 og 10.

Nemendur kjósa í kjördeild 9 og 10.

Kosið í kjördeild 7 og 8.

Kosið í kjördeild 7 og 8.

Yfirkjörstjórn í Oddeyrarskóla vegna krakkkosninga RÚV 2016

Yfirkjörstjórn í Oddeyrarskóla vegna krakkkosninga RÚV 2016

 

Síðast uppfært 27.10 2016