Stelpur og tækni 2020

Miðvikudaginn 20. maí tóku stelpurnar í 9. bekk þátt í verkefninu Stelpur og tækni á vegum Háskólans í Reykjavík. Hópurinn skemmti sér mjög vel og lærði heilmikið um vefhönnun í WordPress og raftónlist í tónlistarforritinu SonicPi, en hugmyndin með deginum er að kynna ýmsa möguleika í tækninámi og opna þannig augu þeirra fyrir þeim framtíðarmöguleikum sem tæknigreinar bjóða.

Síðast uppfært 29.05 2020