Tilkynning frá Fræðslu-og lýðheilsusvið Akureyrarbæjar

Ágætu foreldrar og forráðamenn.

Tekin hefur verið ákvörðun að um næstu áramót bjóðist eftirfarandi foreldrahópum afsláttur í frístund, einstæðum foreldrum, námsmönnum þar sem báðir foreldrar eru í fullu námi, öryrkjum þar sem báðir foreldrar eru 75% öryrkjar og atvinnulausum foreldrum. Jafnframt gildir afslátturinn þar sem annað foreldrið er t.d. í fullu námi og hitt atvinnulaust eða 75% öryrki.

Til að njóta afsláttar:

 • Þurfa námsmenn að framvísa skólavottorðum í byrjun hverrar annar.
  •  Í vottorði frá skóla þarf að koma fram að um fullt nám sé að ræða og það varir í að minnsta kosti í eitt ár.
  •  Í lok annar þarf að skila staðfestingu um námsframvindu.  
 • Þurf atvinnulausir foreldrar, að sækja um mánaðarlega og skila vottorði um stöðu sína frá Vinnumálastofnum fyrir 20. hvers mánaðar.
 • Þurfa foreldar að vera skráðir 75% öryrkjar.
 • Þurfa einstæðir foreldrar að skila inn vottorði frá sýslumanni um hjúskaparstöðu

Sótt er um afslátt í Völu– frístund kerfinu. Eftirfarandi staðfestingar þurfa að berast í viðhengi með umsókn. Lægra gjald tekur gildi 1. dag næsta mánaðar eftir að umsókn og gögn berast.

 • vottorðum frá skólum,
 • vottorð frá Vinnumálastofnun   
 • staðfesting um hjúskaparstöðu frá sýslumanni 
 • mynd af örorkuskírteini.

Fræðslu-og lýðheilsusvið Akureyrarbæjar

Síðast uppfært 21.12 2022