Í tilefni af alþjóðlegum degi læsis, þann 8. september, hefur Félag læsisfræðinga á Íslandi tekið saman upplýsingar með ráðleggingum um mikilvægi heimalestrar og hvernig nýta má gagnvirkan lestur til að efla lesskilning. Við hvetjum foreldra til að kynna sér ráðleggingarnar, þær eru einfaldar og aðgengilegar.
Tengjumst í leik (e. Invest in play) er námskeið fyrir foreldra og forráðamenn barna þar sem áhersla er lögð á jákvæð samskipti og samveru foreldra og barna í gegnum leik. Með því myndast góð tengsl milli foreldra og barna og samband þeirra styrkist. Efni og innihald námskeiðsins er byggt á gagnreyndum aðferðum og rannsóknum á alþjóðlegum vettvangi.
Rannsóknir hafa sýnt að börn sem eiga foreldra sem setið hafa námskeiðið öðlast aukið sjálfstraust, tilfinningalæsi og félags- og námsfærni. Foreldrafræðslan Tengjumst í leik hefur því margþættan ávinning fyrir börn, foreldra og samfélagið í heild.
Oddeyrarskóli heldur námskeið fyrir foreldra barna í 1. bekk þeim að kostnaðarlausu. Námskeiðið er unnið í samvinnu við þróunarverkefnið Föruneyti barna – samstarfs um stuðning við uppeldi og nám á vegum Menntavísindasviðs Háskóla Íslands og Barna- og menningarmála ráðuneytisins. Nánar má lesa um verkefnið hér.
Markmið námskeiðsins er að valdefla foreldra í uppeldishlutverki sínu. Námskeiðið er 12 vikur, og mun hefjast í 3. viku september, kennt er vikulega tvær klst. í senn. Foreldrar fá handbók og æfingabók á íslensku eða ensku, sem unnin er samhliða handleiðslu. Kennarar á námskeiðinu eru þær Linda Rós verkefnastjóri velferðar og Margrét deildarstjóri yngri deildar en þær sóttu leiðbeinendanámskeið hjá Invest in play nú á haustdögum og hafa víðtæka reynslu af foreldrasamstarfi.
Eins og undanfarin ár tóku nemendur Oddeyrarskóla nú þátt í Fiðringi, hæfileikakeppni grunnskólanna á Norðurlandi. Þeir brugðu ekki út af vananum og urðu í 2.sæti þriðja árið í röð. Auk þess fengu þeir sérstök íslenskuverðlaun fyrir skýran framburð og gott orðalag. Við erum afskaplega stolt af þessum hópi, þau voru sjálfum sér og öllum sem að þeim standa til mikils sóma. Úlfhildur Örnólfsdóttir hefur séð um leikstjórn og allan undirbúning Oddeyrarskólanemenda og kunnum við henni bestu þakkir fyrir.
Í dag áttum við í Oddeyrarskóla yndislegan útivistardag í Hlíðarfjalli. Veðrið lék við nemendur og starfsfólk og allir virtust skemmta sér hið allra besta.
Nemendur sem læra íslensku sem annað tungumál endursegja söguna um Gullbrá. Í þetta sinn var áhersla lögð á orð sem lýsa hlutum og aðstæðum (lo). Það er gaman að nota dótasöguformið og sjá hvað krakkarnir geta gleymt sér í frásagnargleðinni og þannig náð að tjá sig munnlega í gegnum leikinn. Hér má sjá myndir úr verkefnavinnunni
Við óskum ykkur öllum gleðilegs nýs árs og þökkum fyrir liðið ár. Vonum að samskiptin á þessu ári verði eins ánægjuleg og á liðnu ári. Hlökkum til að sjá nemendur í skólanum fimmtudaginn 4.janúar kl.8:10 samkvæmt stundatöflu.
Nemendur í 3.bekk fengu heimsókn frá slökkviliði Akureyrar.
Þau fengu eldvarnarfræðslu Loga og Glóð og að sjá slökkviliðsmann í fullum skrúða auk þess að skoða slökkviliðsbílinn. Nemendur voru mjög áhugasamir og ljóst að þau eru með eldvarnirnar á hreinu. Bestu þakkir til slökkviliðsins.
Nemendur skreyttu hurðir í skólanum nú í desember. Hér má sjá afraksturinn en dómnefnd valdi jólahurðir ársins 2023 í yngri og eldri deild. Sigurvegarar í yngri deild voru nemendur í 2.bekk og í eldri deild nemendur í 10.bekk. Sérstök verðlaun fengu nemendur í 7.bekk fyrir sína hurð.
Vafraköku stillingar
Þessi vefur notar vafrakökur (cookies) til að tryggja sem besta upplifun þegar hann er skoðaður. Þessi borði hverfur þegar þú samþykkir eða hafna notkun. Þú getur breytt stillingum á kökum hvenær sem er.
Nauðsynlegar kökur
Always active
Nauðsynlegar kökur tryggja eðlilega virkni og öryggi tenginga.
Preferences
The technical storage or access is necessary for the legitimate purpose of storing preferences that are not requested by the subscriber or user.
Tölfræðikökur
The technical storage or access that is used exclusively for statistical purposes.Tölfræðikökur þessar kökur aðstoða aðstandendur vefsvæðisins að skilja hvernig notendur upp til hópa haga sér á vefsvæðinu.
Markaðskökur
Markaðskökur eru notaðar til að fylgja notendum milli vefsvæða. Markmið þeirra er fyrst og fremst að sýna notendum auglýsingaefni sem líklega hefur vægi fyrir notendann.