Í tilefni af árlegum degi læsis sem er 8. september, ákvað læsisnefnd skólans að fá nemendur til að skoða skrítin og skemmtileg orð.
Fáeinum dögum fyrir dag læsis voru nemendur beðnir um að safna og skrifa hjá sér orð sem þeim þóttu skrítin og skemmtileg. Jafnvel ræða við ættingja sína og spyrja þá um orð.
Á degi læsis sjálfan fengu nemendur svo miða þar sem þeir áttu að skrifa niður eitt orðanna sem þeir höfðu safnað og segja af hverju þeir völdu það. Miðarnir voru svo settir á vegg í kennslustofunni.
Ýmis skrítin og skemmtileg orð komu út úr þessari vinnu.


Síðast uppfært 12.09 2025