Undanfarnar þrjár vikur hafa nemendur í 7. bekk unnið að ferðaskrifstofuverkefni í samfélagsfræði. Verkefnið var unnið í samvinnu við Særúnu kennaranema. Nemendur völdu sér land í Evrópu og unnu verkefni í tengslum við það. Lokaafurðin var ferðaskrifstofusýning þar sem foreldrum var boðið að koma og sjá afraksturinn. Nemendur buðu upp á ýmsar kræsingar sem tengdust löndunum sem þeir fjölluðu um.
Í boði voru draumaástir til Frakklands, æðiferð til Eistlands, skemmtiferð til Danmerkur, matarferð til Ítalíu og brúðkaupsferð til Grikklands. Fleiri myndir frá sýningunni má sjá á myndasíðu skólans (hlekkur hér til vinstri).
Síðast uppfært 14.11 2013