Þann 15. október var uppbrotsdagur í skólanum, fjölgreindardagur og þemað að þessu sinni var hrekkjavaka. Hefðbundin stundatafla var lögð til hliðar og nemendum skipt í hópa þvert á árganga þannig að í hverjum hóp voru nemendur frá 1. og upp í 10. bekk. Elstu nemendur í hverjum hóp voru hópstjórar og báru ábyrgð á að nemendur í þeirra hóp væru á réttum stað. Unglingarnir stóðu sig sérstaklega vel og voru yngri nemendum frábær fyrirmynd. Nemendur fóru á alls 10 stöðvar og voru mismundi verkefni í gangi á hverjum stað. Dagurinn gekk ljómandi vel og langflestir nemendur og starfsmenn ánægðir með tilbreytinguna og skemmtu sér vel. Í lokin söfnuðust allir saman í íþróttasalnum þar sem heilsueflingarnefnd skólans veitti viðurkenningu fyrir verkefnið göngum í skólann en bæði starfsmenn og nemendur tóku þátt. Þá var veitt viðurkenning á hverju stigi fyrir ÍSÍ skólahlaupið sem fram fór í september. Hér má sjá myndir frá deginum.

Síðast uppfært 17.10 2025
