Fjölgreindarleikarnir standa nú sem hæst og er mikið fjör í húsinu.
Öllum nemendum skólans er raðað í hópa þar sem í hverjum hópi eru nemendur úr 1.-10. bekk. Nemendur í 8. og 9. bekk fylgja sínum vinum úr 1. og 2. bekk en nemendur 10. bekkjar hafa það hlutverk að vera hópstjórar og leiða hópinn áfram.
Verkefnin eru af ýmsum toga, m.a. kofabygging, leikir, púsl, spil, minnisleikir, þekkja fugla og fuglahljóð, ýmsar hreyfiþrautir, tæknilegó, „minute to win it“ þrautir og margt fleira. Myndirnar tala sínu máli, en þær má finna á myndasíðu skólans.
Síðast uppfært 03.10 2013